Aftur á yfirlitssíðu

Íbúð í fjölbýli
Prenta Eign
Tilvísunarnúmer: 0681
€. 470.000

Nýjar íbúðir miðsvæðis í ALTEA

Kr70.400.000
Söluverð eignar er í evrum en umreiknast til viðmiðunar yfir í íslenskar krónur á skráðu gengi hvers dags.
Fermetrastærð 108 fm
Fjöldi svefnherbergja 2 svefnherbergi
Fjöldi baðherbergja 2 baðherbergi
56 km
-
-
5 km

Markaðsvirði eignar

Kr70.400.000

Prósentuupphæð:

Lánatímabil (ár)

Vextir

Niðurstöður:

Mánaðarlegar greiðslur:

Kr. 2.796.45

Lánsfjárhæð:

15.000.000

Eigið fé:

15.000.000

Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar

Kæling/kynding
Einkagarður/Verönd
Einkasundlaug
Sameiginleg sundlaug
Upphituð sundlaug
Lyfta í húsinu
Húsgögn fylgja
Lokaður kjarni
Svalir
Gólfhiti
Nýbygging
Bílskúr
Þak svalir
Sér inngangur
Geymsla
Sjávarútsýni
Lýsing:

SPÁNARHEIMILI KYNNIR:

Nýjar 2-3 herbergja íbúðir í ALTEA. Altea er gullfalllegur strandbær á norður Costa Blanca, bærinn er mjög vinsæll og nýjar byggingar þar eru fátíðar og seljast hratt. Þessar stórglæsilegu lúxusíbúðir bjóða upp á meira en að vera aðeins í stuttri göngufjarlægð (50 metra) frá miðjarðarhafinu og ströndinni. Íbúðirnar eru staðsettar t miðsvæðis nálægt veitingastöðum, verslunum, heilsugæslu, apóteki og öllum öðrum þægindum fyrir daglegar þarfir. Hver íbúð er stórglæsilega hönnuð með öllum nútímalegum þörfum og þægindum í huga.

Það að íbúðirnar séu staðsettar svona miðsvæðis í Altea sem eins og áður er tekið fram er mjög sjaldgæft að fá nýjar eignir þar, gerir eignirnar að sérstaklega góðri fjárfestingu  því svæðið er vinsælt og möguleikar á góðum leigutekjum í gegnum Airbnb og til að hafa tekjur í evrum. Fjárfesting sem þú ættir ekki að missa af!

ATH!!!  Möguleiki á eign á jarðhæð fyrir fyrirtæki, verlsun eða veitingahús (við hliðin á Benetton Altea)

Byggingin býður upp á 2-3 herbergja íbúðir og frábærar penthouseeignir.

 

Verð frá 69.500.000

Afhendingartími sumar 2026

 

UM SVÆÐIÐ:

Hvíta strandþorpið Altea á er sannkölluð perla á Costa Blanca og hefur oft verið valið eitt af 10 fallegustu þorpum á Spáni. Vinsæli gamli bær Altea, sem er staðsettur á hæð, með fallegri kirkju og kirkjutorgi er mikilvægasta aðdráttarafl bæjarins. Hægt er að rölta um þröngar götur og njóta einstakrar fegurðar litlu húsana oft skreytt með sérstökum bohemian stíl. Þú getur verslað í einni af mörgum handverksverslunum, borðað góðan mat á einum af fjöldamörgum góðum veitingastöðum og notið stórkostlegs útsýnis yfir ströndina. Strendurnar í Altea eru fullkomnar fyrir strandfrí og laða til sín sólþyrsta ferðamenn alls staðar að úr heiminum.

Frábær staður fyrir alla sem vilja sameina sól og sjó með menningu og sögu.

 

 

Staðsetning eignar:
SKOÐUNARFERÐIR:
Spánarheimili býður upp á 7 daga skoðunarferðir til Spánar og er þá flug og gisting innifalin. Verð 119.900 kr.  Athugið að kostnaður við skoðunarferð fyrir allt að tvo einstaklinga er endurgreiddur ef að kaupum verður. Spánarheimili bókar flugið og sendir viðskiptavininum nokkra valmöguleika með gistingu.


    FJÁRMÖGNUN OG KOSTNAÐUR VIÐ KAUP

    10% IVA (spænskur söluskattur) leggst ofan á kaupverð fasteignar og þarf kaupandinn ávalt að gera ráð fyrir þeim kostnaði svo og um 3-6% í áætlaðan stimpil-, þinglýsingar- og umsýslukostnað til opinberra yfirvalda. Þessir skattar og opinberu gjöld eru ávalt greidd hjá Notaria á Spáni þegar gengið er frá afsali.

    Spænskir bankar bjóða upp á allt að 70% fasteignaveðlán með 2,5 til 4,5% óverðtryggða vexti og ef kaupandi fjármagnar kaupin með lántöku verður hann að gera ráð fyrir lánstökukostnaði auk stimpil- og umsýslukostnaði vegna lánsins.