Markaðsvirði eignar
Kr31.000.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Glæsilegar nýjar eignir í kjarna við La Finca golfvöllinn, nánar tiltekið við 11 braut.
Um er að ræða þrjár mismunandi eignir, sbr. neðri sérhæðir, efri sérhæðir og parhús. Allar eignir hafa aðgang að sameiginlegum sundlaugargarði. Allar eignir eiga það sameiginlegt að vera sérstaklega glæsilegar ásamt því að stílhrein hönnun einkennir eignirnar.
Garda og Onega B, neðri sérhæðir.
Hver sérhæð er 2 svefnherbergja og 2 baðherbergja. Eldhús er opið og liggur borðstofa / stofa að því með aðgengi út á verönd. Úr öðru svefnherberginu er að auki útgengi út á verönd.
Verð frá 209.000€ til 239.000€.
Garda og Onega A, efri sérhæðir.
Hver sérhæð er 2 svefnherbergja og 2 baðherbergja. Eldhús er opið og liggur borðstofa / stofa að því með aðgengi út á svalir og þaðan er farið á einka þaksvalir. Úr öðru svefnherberginu er að auki útgengi út á svalir.
Verð frá 226.000€ til 252.000€.
Um La Finca svæðið.
Stutt er í alla þjónustu, hvort sem það er gangandi eða akandi yfir í næsta bæ, Algorfa. Á La Finca svæðinu eru 2 litlir kjarnar þar sem að þú finnur litla verslun, ýmsa almenna þjónustu og úrval af kaffihúsum og veitingastöðum.