Markaðsvirði eignar
Kr39.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Glæsilegar íbúðir í byggingu staðsettar á besta stað í Dehesa de Campoamor sem er næsti bær við Cabo Roig og eru aðeins nokkrar mínútur að keyra í stóru verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard. Stutt er einnig að ganga á ströndina og að næsta golfvelli.
Þetta munu verða þrjár blokkir í stórum lokuðum kjarna með lyftum, bílakjallara, geymslum og þremur sameiginlegum sundlaugum. Af þessum sundlaugum verður ein upphituð innisundlaug sem hægt verður að nota allt árið og ein barnalaug. Í garðinum verður líka líkamsrækt og sameiginlegt svæði á þakinu til þess að slappa af. Einnig verður leiksvæði fyrir börn í garðinum.
Hver íbúð er með þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi og annaðhvort svalir eða verönd. Eldhúsið er stórt og opið til borðstofu og stofu og frá stofu er gengið út á svalir eða verönd. Öll svefnherbergin eru með stóra og flotta fataskápa og master svefnherbergið er með einka baðherbergi.
Í öllum íbúðum er dyrasími með myndavél og er eldhúsið fullbúið með öllum tækjum. Hægt er að kaupa stæði í bílakjallara með hleðslustað fyrir rafbíl og geymslu gegn aukagjaldi.
Verð frá 257.700€.
Ath. einnig er hægt að fá tveggja svefnherbergja íbúð.