Markaðsvirði eignar
Kr43.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Nýr kjarni parhúsa í La Herrada, Los Montesinos sem er bær norður af Orihuela Cost svæðinu og býður upp á allar daglegar nauðsynjar eins og veitingastaði, matvöruverslanir, banka og apótek. Það tekur ca. 15-20 mínútur að keyra niður að næstu strönd í Torrevieja og 40 mínútur á flugvöllinn í Alicante.
Um er að ræða parhús sem eru 99 m2 á tveimur hæðum með þaksvölum og eru með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. Lóðirnar eru frá 140 m2 - 183 m2, allar með einkasundlaug og bílastæði inn á lóð.
Gengið verður inn hjá nútímalegu eldhúsi sem verður opið til stofu/borðstofu og frá stofunni er gengið út á verönd með sundlauginni. Við eldhúsið finnur þú eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Þegar gengið er upp á efri hæðina finnur þú tvö önnur svefnherbergi, bæði en-suite með einkabaðherbergi og svo er stigi sem leiðir þig upp á þaksvalirnar þar sem hægt er að njóta sólarinnar allan daginn, allt árið.
Verð frá 290.000€ - 332.000€
Fyrstu húsin verða tilbúin til afhendingar í febrúar 2024
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Los Montesinos er hefðbundinn spænskur bær staðsettur í fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá stórborginni Torrevieja á sólríkri Costa Blanca-strönd Spánar með sérdeilis frábærum bláfánaströndum og golfvöllum. (Blár fáni merkir að strönd uppfylli hæstu gæðakröfur sem gilda um strendur í Evrópu.) Los Montesinos er nálægt hraðbrautinni sem þýðir að þaðan er skjótur og greiður aðgangur að nærliggjandi borgum sem eru Elche, Alicante og Murcia. Þetta er fullkomið þorp fyrir þá sem vilja setjast að á Spáni, með allri nauðsynlegri þjónustu, umkringt ökrum og nálægt ströndinni.