Markaðsvirði eignar
Kr49.000.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
TILBOÐ TIL LOKA JÚNÍ 2024.
Þeir sem festa sér þessa eign fá öll húsgögn ásamt raftækjum í eldhús.
Nýr kjarni parhúsa í Los Montesinos sem er fallegur spænskur bær á Orihuela Costa svæðinu og sem býður upp á allar nauðsynjar eins og veitingastaði, matvöruverslanir, banka, apótek ofl.
Um er að ræða parhús sem eru 99 m2 á tveimur hæðum með þaksvölum og eru með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. Lóðirnar eru frá 140 m2 - 183 m2, allar með einkasundlaug og bílastæði inn á lóð.
Gengið verður inn hjá nútímalegu eldhúsi sem verður opið til stofu/borðstofu og frá stofunni er gengið út á verönd með sundlauginni. Við eldhúsið finnur þú eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Þegar gengið er upp á efri hæðina finnur þú tvö önnur svefnherbergi, bæði en-suite með einkabaðherbergi og svo er stigi sem leiðir þig upp á þaksvalirnar þar sem hægt er að njóta sólarinnar allan daginn, allt árið.
Verð frá 329.000€
Til afhendingar í maí 2025.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 558-5858 og [email protected]
Nánar um svæðið:
Los Montesinos er fallegur spænskur bær um það bil 12 kílómetra inni í landið frá ströndinni í Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð. Bærinn Ciudad Quesada er í ca. 10 mín. akstursfjarlægð sem er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Los Montesinos. Fjöldi golfvalla er í 10-15 mín. akstursfjarlægð eins og Vistabella Golf, La Finca Golf og La Marquesa Golf ásamt fleirri völlum. Habaneras verslunarmiðstöðin er í einungis 12 mín. akstursfjarlægð.