Markaðsvirði eignar
Kr76.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Ný og glæsileg einbýlishús í byggingu í San Fulgencio/La Marina sem er rétt norðan við Torrevieja. Öll helsta þjónusta er í göngufæri og fallegar strendur Guardamar og La Marina er í u.þ.b. 5 km fjarlægð. Alicante flugvöllur er í einungis 26 km fjarlægð og Elche 16 km.
Um er að ræða eignir á einni hæð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Glæsilegur sérgarður sem snýr í suðaustur er með einkasundlaug, bílastæði á lóð og grillaðstöðu. Þegar gengið er inn í húsið sameinast rúmgott eldhús, borðstofa og stofa í björtu og fallegu rými. Þar inn af eru 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi og er annað baðherbergið en-suite í master svefnherbergi.
Eignirnar eru u.þ.b. 113 - 125 fm og standa á 500 - 570 fm lóð. Verð frá 529.000 €
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
San Fulgencio er lítill bær sem staðsettur er milli Guardamar og Santa Pola. Í sunnanverðu Alicante-héraði er bær þar sem finna má íbúðabyggð sem þekkist undir nafni Urbanización La Marina. Þau sem þangað fljúga eiga tvo valkosti; flugvellirnir í Alicante og svo flugvöllurinn í Murcia eru báðir í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá San Fulgencio. Í aðeins 6 kílómetra fjarlægð frá ströndu er hér að finna frábært úrval fasteigna sem standa í nágrenni við fullkomna þjónustu og alla innviði. Í Marina ein mestu gæði híbýla miðað við verð á öllu Costa Blanca-svæðinu.