Markaðsvirði eignar
Kr36.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Flott neðri sérhæð í mjög vinsælum kjarna "Residencial Oasis Beach IV" sem er staðsettur beint á móti Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni. Allt í göngufjarlægð, veitingastaðir, öll þjónusta og stutt er í næstu strendur á Orihuela Costa svæðinu.
Þetta er mjög fallegur lokaður kjarni en er hann með sameiginlegri sundlaug í miðju kjarnans, græn svæði, sérstöku barnasvæði og slökunaraðstöðu. Að auki fylgir bílastæði í bílakjallara.
Íbúðin er 73 fm með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum ásamt opnu eldhúsi og rúmgóðri stofu/borðstofu með aðgengi út á veröndina. Geymsla innan íbúðar. Íbúðinni fylgir að auki "leiguleyfi".
Allt innbú fylgir með í kaupunum.
Íbúðin er með tvær 20 fm verandir að framan og aftan. Bakveröndin er með beint aðgengi í sameiginlega garðinn.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 558 5858 og info@spanarheimili.is