Markaðsvirði eignar
Kr59.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Lúxuskjarni í Playa Flamenca. Um er að ræða samtals 10 blokkir á 4 hæðum með íbúðir á jarðhæð með einkagarði, þakíbúðir með þaksvölum og svo íbúðir á milli hæða með svölum. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar frá október 2023 og fram til loka árs 2024.
Stutt er að nálgast flesta hversdags þjónustu og veitingastaði, kjarnin er staðsettur við hliðina á Go-Kart brautinni í Playa Flamenca og er 5 mínútum frá verslunarmiðstöðinni Zenia Boulevard.
Hver íbúð er með 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi ásamt eldhúsi sem er opið til stofu og borðstofu. Frá stofu er gengið út á svalir sem eru með útsýni yfir miðjarðarhafið og sameiginlega garðin þar sem er stór sundlaug sem eigendur hafa aðgang að. Það fylgir með stæði í bílakjallara og geymsla inn af stæði og svo er Spa aðstaða, líkamsrækt, barnaleiksvæði, heilsulind með nuddpottum og margt fleira.
Stærð frá 70 m2 upp í 99 m2
Fjölbreytt úrval íbúða og er verð frá 399.000€ til 649.000€.
Þeir sem festa sér draumaeignina fyrir 1.september 2024 fá allt innifalið:
Aircon, lýsingarpakka, húsgagnapakka, rafmagnstæki (ísskápur, þvottavél, sjónvarp osfv.), eldhúsbúnaður, bílastæði og geymslupláss.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og [email protected]