Markaðsvirði eignar
Kr136.100.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Nútímaleg og rúmgóð íbúð á einu glæsilegasta lúxussvæði á norður Costa Blanca, aðeins 50 metra fjarlægð frá sjónum og ströndinni í Mascarat. Aðgangur að ströndinni er um sérinngang.
Íbúðin er með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, rúmgóðri stofu og borðstofu það sem gengið er út á fallegar stórar svalir, opið eldhús fullbúið með gæða heimilistækjum og stórum vínísskáp. 1 einkabílastæði + 1 lokuð geymsla í bílakjallara.
Byggingin sem var byggð 2009 er með 24 tíma öryggisgæslu, einkagarð fyrir íbúðarhúsið með sundlaugarbar, sólbekkjum og hengimottum og fyrir litlu gestina leiksvæði fyrir börn, 3 útisundlaugar, upphituð innisundlaug og gufubað, salerni og sturtur, paddle tennisvöllur eingöngu fyrir eigendur og stór einkarekin líkamsrækt með nýjum tækjum.
Um svæðið:
Hvíta strandþorpið Altea á er sannkölluð perla á Costa Blanca og hefur oft verið valið eitt af 10 fallegustu þorpum á Spáni. Vinsæli gamli bær Altea, sem er staðsettur á hæð, með fallegri kirkju og kirkjutorgi er mikilvægasta aðdráttarafl bæjarins. Hægt er að rölta um þröngar götur og njóta einstakrar fegurðar litlu húsana oft skreytt með sérstökum bohemian stíl. Þú getur verslað í einni af mörgum handverksverslunum, borðað góðan mat á einum af fjöldamörgum góðum veitingastöðum og notið stórkostlegs útsýnis yfir ströndina. Strendurnar í Altea eru fullkomnar fyrir strandfrí og laða til sín sólþyrsta ferðamenn alls staðar að úr heiminum.
Frábær staður fyrir alla sem vilja sameina sól og sjó með menningu og sögu.