Markaðsvirði eignar
Kr129.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynna;
Stórglæsileg þakíbúð í litlu fjölbýli á besta stað í Las Colinas. Útsýnið úr íbúðinni er stórkostlegt og þaðan sést út á Miðjarðarhaf og yfir glæsilegan Las Colinas golfvöllinn sem kosinn hefur verið einn besti golfvöllur Spánar undanfarin ár.
Íbúðin sem er vel útbúin öllum helstu þægindum er tveggja herbergja með stórri hjónasvítu og öðru minna svefnherbergi. Tvær snyrtingar eru í íbúðinni önnur inn af hjónasvítunni.
Í íbúðinni eru tvennar svalir búnar glæsilegum garðhúsgögnum og góðri markísu auk stórra þaksvala með útsýni til allra átta.
Í fullbúnu eldhúsi er vatns hreinsibúnaður sem gerir vatnið drykkjarhæft og þar er einnig glæsilegur vínkælir ásamt öllum þægindum sem prýða fasteign í þessum gæðaflokki.
Í húsinu er bílakjallari með sérmerktu stæði og glæsilegur sameiginlegur blómaskreyttur garður ásamt sundlaug.
Á Las Colinas svæðinu er frábæra þjónustu að finna, t.d. 3 góða veitingastaði og litla matvöruverslun, líkams- og heilsurækt, tennis- paddel- og barna leikvellir. Einnig eru margar fallegar hjóla- gönguleiðir í villtri náttúru svæðisins sem er einstök.
Frá Las Colinas tekur um 10-15 mínútur að keyra niður á fjölmargar hvítar og fallegar strendur og ennfremur sækja fjölbreytta þjónustu og veitingastaði.
Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu Spánarheimila í síma 5585858 og info@spanarheimili.is