Markaðsvirði eignar
Kr46.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Hágæða raðhúsakjarni í byggingu staðsett á flotta Roda Golf & Beach Resort sem er staðsett við Los Alcázares. Stutt er í þjónustur, veitingastaði og matvörubúðir á svæðinu og þú ert í nokkrar mínútur niður að strönd.
Kjarninn samanstendur af 5 einnarhæða eignum með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi og eru allar eignirnar hannaðar með nútímalegum stíl og opnu skipulagi þar sem þú hefur flott eldhús sem verður opið til stofu og frá stofunni er aðgengi út á veröndina.
Húsin hafa flottar verandir með einkasundlaug, útisturtu og bílastæði á lóðinni. Einnig finnur þú rúmgóðar þaksvalir þar sem þú getur nýtt sólina allan daginn.
Verð frá 303.900€ - 339.900€
Tilbúið til afhendingar í október 2024
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og [email protected]
Nánar um svæðið:
Los Alcázares er heilsulindarbær, staðsettur við strönd Mar Menor og státar af sjö kílómetra strandlengju frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón 128 ferkílómetrar að stærð er hiti 5 gráðum yfir því sem er í Miðjarðarhafinu. Merkilegt nokk en svæðið er tiltölulega óþekkt og telst eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendurnar á svæðinu tengjast með stórkostlegum gönguleiðum. Þær eru fullbúnar með sturtum, gosbrunnum, aðgengi fyrir fatlaða. En þar má einnig iðka vatnsíþróttir og strandleiki. Landslag þar um slóðir er tiltölulega flatt sem gerir Los Alcázares ákjósanlegan fyrir þá sem hafa gaman að hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi. Tveir afar góðir golfvellir eru á staðnum: La Serena Golf og Roda Golf. Fjölbreytt úrval fasteigna er á svæðinu alveg frá íbúðum upp í stór einbýlishús en allar eignirnar standa í nálægð við strönd, golf og góða þjónustu.