Markaðsvirði eignar
Kr50.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Glæsilegt einbýlishús, byggt 2021 staðsett í Daya Nueva, steinsnar frá allri þjónustu og iðandi mannlífi Ciudad Quesada.
Um er að ræða hús sem snýr í suður á 2 hæðum auk óinnréttaðs kjallara og sólarverönd á þaki, með 3 svefnherbergum og 2 baðherbergjum. Garðurinn er aflokaður með bílastæði innan lóðar og rafdrifnu hliði. Einkasundlaugin er upphituð og garðurinn vel skipulagður. Sólarpanelar fylgja eigninni og sjá sundlaug ofl. fyrir rafmagni.
Daya Nueva er lítill rólegheitabær, staðsettur milli Almoradí og San Fulgencio og þar er að finna alla nauðsynlegustu þjónustu. Rojales er í einungis 6 km fjarlægð og Ciudad Quesada í u.þ.b. 10 km og þar úir og grúir af veitingastöðum, verslunum og allri þeirri þjónustu sem hægt er að ímynda sér. Stutt er á golfvellina, s.s. La Marquesa, La Finca og Vistabella.
Þetta er nútímalegt og stílhreint einbýli tilbúið til að flytja inn á flottu verði !
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]