Markaðsvirði eignar
Kr86.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Glæsileg einbýlishús í Torre de la Horadada í göngufæri frá strönd. Byggð verða 4 hús á lóð í grónu hverfi sem er vel staðsett við ströndina og stutt er í alla nauðsynlega þjónustu í bænum Pilar de la Horadada.
Eignirnar eru á 2 hæðum auk sólarþaks, með 3 svefnherbergi og 3 baðherbergi. Á neðri hæð er opið rými með stofu, borðstofu og eldhúsi auk 1 svefnherbergis og baðherbergis. Úr stofu er útgengt á góða verönd með einkasundlaug en opnað er með stórum rennihurðum sem mætast horn í horn og rennur inni- og útisvæði saman í eitt.
Á efri hæð eru 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi og er útgengt á svalir úr báðum herbergjum. Stigi liggur þaðan upp á tæplega 50 fm þaksvalir þar sem njóta má sólar frá morgni til kvölds.
Eignirnar eru 150 - 160 fm að stærð og er verð frá 580.000 €. Tilbúnar til afhendingar í desember 2024.
Nánar um svæðið:
Torre de la Horadada liggur við ströndina, nálægt bænum Pilar de Horadada.
Pilar de la Horadada er staðsett 3 kílómetra inn í landið frá ströndinni við El Mojon að telja. Dvalarstaðurinn er í um það bil 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Murcia San Javier flugvellinum og um það bil einnar klukkustundar aksturs suður af flugvellinum í Alicante. Pilar de la Horadada er fullkomlega staðsett nálægt öruggum sandströndum Mar Menor. Svæðið er að mestu leyti landbúnaðarsvæði; umkringt markaðsgörðum, aldingarði, sítruslundum og sveitabæjum. Hann er syðsti bærinn á Costa Blanca og þar hefur þar átt sér stað mikil uppbygging á umliðnum árum. Í bænum er mikið og fjölbreytt úrval íbúða við sjávarsíðuna en þar er einnig að finna áhugaverð, nýbyggð raðhús og einbýli sem fullyrða má að séu verðlagt á afar sanngjarnan máta.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]