Markaðsvirði eignar
Kr56.500.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Glæsilegt einbýli á frábærum stað í fyrstu línu við golfvöllinn La Marquesa. Aðeins eru 5 mínútur í bæinn Rojales og í kringum 15 mínútur að keyra á strendur Guardamar.
Eignin er með stórar verandir og glæsilegan garð þar sem er einkasundlaug með heitum potti og bílastæði. Lóðin er 260 m2 og húsið sjálft er 207.27 m2.
Eignin er á 2 hæðum og er með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi ásamt 1 klósetti. Eldhúsið er snyrtilegt og með nóg af skápaplássi og er opið til stofu/borðstofu. Öll svefnherbergin eru með góða fataskápa og eitt svefnherbergi er með einkabaðherbergi. Á þriðju hæð eru flottar þaksvalir með glæsilegt útsýni yfir golf völlinn.
Með húsinu fylgja öll húsgögn og húsið er tilbúið til þess að búa í.