Markaðsvirði eignar
Kr86.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Glæsileg einbýlishús í Altaona íbúðahverfinu sem er í ca. 15 mín akstri frá Murcia, sem er heillandi borg með allri þjónustu, afþreyingu og fallegum stöðum til að heimsækja. Altaona er staðsett við rætur Sierra de Carraskoy þjóðgarðsins og er öll hönnun umhverfis með það að leiðarljósi að þær verði umlyktar grænum svæðum og með beinan aðgang að gönguleiðum upp fjallið fyrir göngu- og hjólreiða unnendur.
Öll húsin eru á einni hæð og bjóða upp á hagnýtt skipulag sem veitir algjöra ró og næði frá nánasta umvhverfi með sýnu L-laga skipulagi.
Öll hönnun tekur mið af Feng Shui fræðunum en Feng Shui eru forn austurlensk fræði sem fjalla um orkuflæðið sem er allt í kringum okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til góðs.
Utsýni frá hverju húsi er einstakt en húsin snúa í suður og með endalausu útsýni yfir golfvöllinn og nærliggjandi svæðin í kring.
Kjarninn kemur með 4 mismunandi tegundum af villum.
Hér er um að ræða Harmony villurnar, þær verða frá 168 m2 og eru á 455 m2 lóðum. Um er að ræða 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum + auka klósetti, opnu hágæða eldhúsi og rúmgóðri stofu/borðstofu með stórum gler hurðum sem opnast út á verönd með einkasundlaug og flottum garð.
Hver eign kemur með bílastæði á lóðinni ásamt geymslu og þvottahúsi.
Verð frá 580.500€
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og [email protected]