Markaðsvirði eignar
Kr131.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Glæsilegt einbýli í Lomas de Cabo roig. Stutt er í flest alla þjónustu og aðeins um 5 mínútur að keyra á ströndina og á vinsæla Cabo Roig strippið sem er þekkt fyrir sína mörgu og skemmtilegu veitingastaði. Einnig eru aðeins um 8 mínútur í stóru verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Byggt á stórri 700 m2 lóð þar sem er stór garður og flott einka sundlaug. Eignin er á 3 hæðum og er með stóran 150 m2 kjallara sem fær nóg af náttúrulegu ljósi. Á jarðhæð er nútímalegt eldhús sem er opið til stofu og borðstofu, 1 svefnherbergi með einkabaðherbergi og fataherbergi, einnig er annað baðherbergi. Frá stofu er gengið út á glæsilega verönd þar sem er einkasundlaug og flottur garður. Í kjallaranum eru 2 svefnherbergi, 1 baðherbergi og önnur stofa. Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi sem eru bæði með einkabaðherbergi. Einnig eru 60m2 svalir á annarri hæð þar sem er hægt að nýta sólina allan ársins hring og frá svölunum er stigi sem leiðir upp á frábærar þaksvalir sem hafa útsýni til sjávar og nóg af plássi.
Innifalið í verði eru einnig 3 bílastæði.