Markaðsvirði eignar
Kr28.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Glæsilegar eignir í nýjum kjarna stutt frá ströndinni í San Pedro del Pinatar. Stutt er í alla nauðsynlega þjónustu sbr. veitingastaði, verslanir og er verslunarmiðstöðin Dos Mares einungis í 10 mínútna akstursfjarlægð frá eignunum.
Um er að ræða 12 eignir í þessum glæsilega kjarna. Sameiginlega svæðið er einkar glæsilegt en í því er sameiginleg sundlaug með fossi, útisturtur, slökunarsvæði, sólbaðssvæði og salerni.
Kjarninn skiptist í íbúðir á jarðhæð og þakíbúðir.
Stærð íbúða er frá 67fm upp í 90fm. Íbúðirnar eru allar 2 svefnherbergja og 2 baðherbergja. Eldhúsið er bjart og opið en borðstofa / stofa er rúmgóð og með rennihurð með aðgengi út á verönd á jarðhæð en út á svalir og þakverönd á efri hæðunum.
Verð frá 199.000 til 239.950 €
Fyrstu íbúðirnar eru til afhendingar í Janúar 2024.
Nánar um svæðið:
Sérstök staðsetning bæjarins San Pedro del Pinatar við ströndina og náttúrulegt umhverfi á svæðinu hafa ýtt undir vinsældir hans og aukið eftirspurnina á fasteignum þar. Um 14 kílómetra langar strandlengjur skiptast milli innhafsins Mar Menor og Miðjarðarhafsins. Bærinn San Pedro del Pinatar, auk sjálfs kjarna bæjarins, er byggður upp af litlum úthverfum eins og El Mojón, Las Salinas, Los Sáez og Lo Pagán. Mikilvægasta ströndin er Playa de La Puntica en þar er að finna falleg lítil hús og spa-svæði sem nær út á hafið.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is