Markaðsvirði eignar
Kr22.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Ný fjölbýli á fallegu svæði í Condado De Alhama, Murcia. Hér er um að ræða 4 blokkir með alls 32 ódýrum en fallegum íbúðum, með 8 íbúðum í hverri blokk, 2 íbúðir á hverri hæð. Byggt í fyrstu línu við stórkostlegan 18 holu golfvöll. Íbúðirnar samanstanda af amerísku eldhúsi með rúmgóðri stofu-borðstofu, 2 svefnherbergjum (eitt en-suite) og 2 baðherbergjum. Allar íbúðirnar eru með fallegu útsýni yfir nærliggjandi svæði. Með jarðhæðunum er stór einkagarður en miðhæðir með 16 fm svalir. Með öllum eignum fylgir sérmerkt bílastæði og sameiginleg geymsla er á sólarþaki.
Eignirnar eru tilbúnar til afhendingar í september 2024. Verð frá 153.500 €.
Nánar um svæðið:
Alhama sýslan - Murcia er 20 mín frá Corvera-Murcia flugvelli og einnig Mazarrón-flóa sem býður uppá fjölbreyttar strendur og smábátahöfn. Um 30 mínútur eru til Murcia og Cartagena borgar. Glæsilegt svæði með frábæru golfsvæði og leiksvæði fyrir börn. Gott úrval sundlauga er í samfélaginu og vel viðhaldnir garðar eru víða. Einnig er verslunarhúsnæði á staðnum sem býður upp á fjölda kaffihúsa og veitingastaða, matvörubúð og aðra þjónustu. Hljóðlátt og rólegt hverfi með lítilli bílaumferð. Svæðið er vaktað allan sólarhringinn.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is