Markaðsvirði eignar
Kr42.300.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Glæsileg parhús með bílskúr staðsett í bænum Los Belones við sunnanvert Mar Menor innhafið. Um er að ræða einungis 3 eignir en þær eru á tveimur hæðum með 4 svefnherbergjum og 3 baðherbergjum. Öll svefnherbergi eru með innbyggðum fataskápum og skúffum. Eldhúsið er fullbúið með öllum tækjum og sumareldhús á verönd er einnig innifalið.
Húsin eru 110 m2 á tveimur hæðum, 55 m2 þaksvalir, 12 m2 einkasundlaug og 19 m2 bílskúr. Sérgarður fylgir eigninni með einkasundlaug en lóðirnar eru frá 135 m2 til 165 m2.
Verð frá 285.00€ til 295.000€
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]
Nánar um svæðið:
Cartagena er með stærri sveitarfélögum á Spáni hvar finna má hafnarborg og flotastöð í Murcia-héraði í suðausturhluta Spánar. Borgin var stofnuð af Karþagómönnum um 220 fyrir Krists burð. Um er að ræða sveitarfélag sem teygir sig frá Mar Menor í norðri, gegnum Los Alcazares og að strönd Mazarrón í suðri. Þar má finna úrval fasteigna og afbragðs þjónustu. Í því sambandi má nefna Mar de Cristal, Los Urrutias, Los Nietos, Playa Honda og Cabo de Palos, sem er frægt fyrir höfn sína og vita. Borgin blómstraði á rómverska tímabilinu og meðal margra rómverskra rústa sem þar má sjá eru útileikhús frá 1. öld fyrir Krists burð og Case de la Fortuna; einbýlishús með einstökum veggmyndum og mósaík.