Markaðsvirði eignar
Kr46.800.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Athugið - einungis eitt hús eftir, verð 315.000 evrur.
Ný og glæsileg einbýlishús staðsett í Daya Nueva, steinsnar frá allri þjónustu og iðandi mannlífi Ciudad Quesada. Um er að ræða 9 hús á 2 hæðum, með 3 svefnherbergum og 2 baðherbergjum. Eignirnar eru 129 fm með góðum garði, 60 fm svölum og bílastæði á lóð. Hægt er að bæta við einkasundlaug ef óskað er sem er ekki innifalin í verði.
Daya Nueva er lítill rólegheitabær, staðsettur milli Almoradí og San Fulgencio og þar er að finna alla nauðsynlegustu þjónustu. Rojales er í einungis 6 km fjarlægð og Ciudad Quesada í u.þ.b. 10 km og þar úir og grúir af veitingastöðum, verslunum og allri þeirri þjónustu sem hægt er að ímynda sér. Stutt er á golfvellina, s.s. La Marquesa, La Finca og Vistabella.
Þetta eru nútímalegar og stílhreinar eignir með opinni stofu/borðstofu/eldhúsi, 2 svefnherbergjum og 1 baðherbergi á jarðhæð, 1 svefnherbergi og baðherbergi á 1. hæð og þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Húsin afhendast 12 mánuðum eftir undirritun kaupsamnings.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]