Markaðsvirði eignar
Kr43.800.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Glænýr kjarni í byggingu á frábærum stað í eftirsótta hverfinu Lomas de Cabo Roig með veitingastaði, matvöruverslun og aðrar þjónustur í göngufjarlægð. Einnig ert þú í ca. 5-10 mínútur að keyra til að komast í Zenia Boulevard ásamt næstu strendur og golfvelli á Orihuela Costa svæðinu.
Þessi frábæri kjarni samanstendur af fjölbýlishúsi á fjórum hæðum með grænum garð þar sem eigendur fá afnot af sameiginlegri sundlaug kjarnans, líkamsræktarstöð og sameiginlegu skrifstofusvæði þar sem eigendur geta unnið í félagslegu umhverfi. Einnig verður bílakjallari þar sem fylgir einkabílastæði og gemyslu með hverri eign.
Íbúðir á jarðhæðum, miðhæðum sem snúa í suðausturátt með 2 eða 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Allar íbúðirnar verða hannaðar með hágæða efnum í opnum og nútímalegum stíl. Eldhúsin koma fullbúin með raftækjum (white goods), baðherbergin koma með golfhita og fylgir loftkæling í öllum herbergjum.
Verð frá 289.590€ - 395.590€
Tilbúið til afhendingar í september 2024
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Orihuela Costa er breið strandlengja á Costa Blanca suður með
ótrúlegu útsýni, notalegum víkum, ströndum með hvítum sandi og
fögrum Miðjarðarhafsskógi. Strandlengjan er 16 kílómetra löng
og er í 20 kílómetra fjarlægð frá borginni. Á síðustu árum
hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónustu á svæðinu. Mörg
falleg hverfi eru á svæði Orihuela Costa auk glæsilegra
golfvalla svo sem Villamartin, Las Ramblas, Campoamor og Las
Colinas. Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru á svæðinu, þar á
meðal ein sú stærsta á Spáni. Þar má einnig finna strendur með
bláa fánanum, sem þýðir að þær uppfylli hæstu gæðakröfur sem
gerðar eru um strendur Evrópu. Má í því sambandi nefna Punta
Prima, Playa de la mosca, Calas de Playa Flamenca, La Zenia,
Cabo Roig og Campoamor. Í stuttu máli, fullkominn staður fyrir
þá sem velta fyrir sér kaupum á eign við ströndina. Framboðið
er mikið og verðið afar samkeppnishæft. Orihuela Costa
skiptist upp í nokkrar íbúðabyggðir, hvort sem er nær eða fjær
ströndu eða í grennd við golfvöll – allir ættu að geta fundið
sitthvað við sitt hæfi.