Markaðsvirði eignar
Kr35.700.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Frábær raðhús í Avileses í Murcia. Avileses er snyrtilegur og rólegur bær á milli Balsicas og Sucina í Murcia. Stutt er í flest alla þjónustu og aðeins um 10 mínútur að keyra á næsta golfvöll.
Þetta verða 14 eignir og verður hver eign með 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi ásamt einkasundlaug, þaksvölum og bílastæði inni á lóð. Þessi eign er á 2 hæðum og á jarðhæð er stórt og rúmgott eldhús opið til stofu og borðstofu. Frá stofu er gengið út á rúmgóða verönd þar sem er einkasundlaug og fullkomið grillsvæði. Einnig er eitt svefnherbergi og baðherbergi á jarðhæð. Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi og annað þeirra er master svíta og er með einkabaðherbergi.
Frá annarri hæð er stigi upp á 36 m2 þaksvalir þar sem er hægt að njóta sólarinnar allt árið um kring.
Aðeins EIN eign eftir í þessum kjarna
Verð 235.000 €.
Tilbúin til afhendingar
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og [email protected]