Markaðsvirði eignar
Kr40.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Flott einbýli í Benijófar þar sem stutt er í þjónustur og veitingastaði í bænum. Benijófar er notalegur spænskur bær staðsettur við Rojales og Ciuadad Quesada og er ca. 20 mínútum frá Torrevieja og Orihuela Costa svæðinu.
Húsið situr á 147 m2 lóð með flottri verönd og 12 m2 einkasundlaug.
Húsið sjálft er 88 m2 á tveimur hæðum með þaksvölum. Neðri hæðin samanstendur af rúmgóðri stofu með aðgengi út á veröndina, nútímalegu eldhúsi sem verður opið til stofu og einu baðherbergi. Á efri hæðinni finnur þú tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi ásamt svölum með stiga upp á þaksvalirnar.
Verð 270.000 €.
Tilbúið til afhendingar í júlí 2023
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og [email protected]
Nánar um svæðið:
Benijófar er notalegur lítill bær staðsettur á milli Costa Blanca-strandarinnar og fjallanna í Alicante-héraði. Hin sérstaka nafngift er úr arabísku en bókstaflega þýðir Benijófar „sonur perlanna“. Og það er af góðri og gildri ástæðu: 320 sólríkir dagar á ári en Benijófar er í tíu mínútna aksturfjarlægð frá ströndum Guardamar. Í Benijófar má finna verslana- og veitingahúsakjarna sem þekkist undir nafninu Benimar – í raun er þar allt að finna sem prýðir spænskan smábæ.