Markaðsvirði eignar
Kr23.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
"Riomar Healthy Living", fjölbýli sem er hugsað sem heilsu og öryggiskjarni þar sem er fullkomin líkamsræktarsalur, meðferðarherbergi, græn slökunarsvæði, sameiginlegur sundlaugargarður með lyftu og 24 klst. beintenging við þjónustu og öryggisaðila ef eitthvað kemur upp á.
Kjarninn er 3 hæða en 46 íbúðir eru í honum. Íbúðirnar eru 1 eða 2 svefnherbergja með 1 eða 2 baðherbergjum. Íbúðir á jarðhæð eru sérstaklega hugsaðar fyrir aukið aðgengi, sbr. breiðara hurðarbil ofl.
Á efstu hæð er möguleiki á íbúðum með einkaþaksvölum.
Öllum íbúðum fylgir stæði í bílakjallara.
Stærð frá 67 m2 - 103 m2
Eignirnar eru til afhendingar í júlí 2024. Verð frá 157.400€ - 197.000€
Um svæðið:
Kjarninn er við Mil Palmeras, á milli Campoamor og Torre de la Horadada. Svæðið er þekkt fyrir fallegar sandstrendur en þær eru verðlaunaðar með Bláa fánanum.
Í nærumhverfinu er flest almenn þjónusta sbr. matvörubúð, apótek og veitingastaðir. Í ca. 10 mín. akstursfjarlægð er svo verslunarmiðstöðin Zenia Boulevard ásamt fleiru.
Þrír golfvellir eru innan 10 mín. akstursfjarlægð sbr. Campoamor Golf, Las Colinas Golf og Villamartín Golf.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]