Markaðsvirði eignar
Kr11.000.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Fjarkahús á einni hæð með þaksvölum sem þarfnast standsetningar.
Um er að ræða góða eign sem býður nýjum eiganda upp á skemmtilegt tækifæri til að gera að sínu. Húsið sem er á einni hæð er tveggja svefnherbergja með baðherbergi, eldhúsi og stofu. Eignin er 57 fm og eru þaksvalir að sama skapi um 55 fm.
Verönd umliggur húsið á þrjá vegu og er lítil geymsla á baksvæði.
Skipt var um þak fyrir nokkrum árum síðan en að öðru leiti þarfnast húsið standsetningar.
Eignin er í göngufæri frá almennri þjónustu, verslunum og veitingastöðum í rólegri götu um 900 m frá ströndu.
Frábært tækifæri fyrir laghenta !
Um svæðið:
Los Alcázares sem er bær 20 mínútum frá La Zenia svæðinu eða lengra suður í átt að Cartagena borg. Los Alcázares er notalegur og flottur spænskur bær sem býður upp á ýmis konar þjónustu, flotta veitingastaði og góðar strendur. Roda Golf er glæsilegur gólfvöllur sem er staðsettur við hliðina á þessum flotta kjarna.
Espacio mediterraneo er stór verslunarmiðstöð 20 mínútum frá Los Alcázares eða rétt fyrir utan Cartagena, þar sem allt er að finna frá veitingastöðum, fatabúðum, matvörubúðum, húsgagnaverslunum o.s.frv.