Markaðsvirði eignar
Kr23.100.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Fallegar efri og neðri sérhæðir tilbúnar til afhendingar í San Pedro del Pinatar. Um er að ræða lítinn íbúðakjarna með samtals 10 íbúðum. Einungis 3 íbúðir eru eftir óseldar og eru þær tilbúnar til afhendingar. Efri sérhæð er með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og sólarsvölum en neðri sérhæðir með 2 svefnherbergjum, 1 baðherbergi og sér garði/verönd. Sameiginleg sundlaug fyrir allar íbúðirnar er við enda kjarnans.
Íbúðirnar eru 68 - 84 fm að stærð og verð er 159.500 - 179.500 €
Einstakt tækifæri til að tryggja sér tilbúna eign á frábæru verði!
Nánar um svæðið:
Sérstök staðsetning bæjarins San Pedro del Pinatar við ströndina og náttúrulegt umhverfi á svæðinu hafa ýtt undir vinsældir hans og aukið eftirspurnina á fasteignum þar. Um 14 kílómetra langar strandlengjur skiptast milli innhafsins Mar Menor og Miðjarðarhafsins. Bærinn San Pedro del Pinatar, auk sjálfs kjarna bæjarins, er byggður upp af litlum úthverfum eins og El Mojón, Las Salinas, Los Sáez og Lo Pagán. Mikilvægasta ströndin er Playa de La Puntica en þar er að finna falleg lítil hús og spa-svæði sem nær út á hafið.