Aftur á yfirlitssíðu

Einbýli
Prenta Eign
Tilvísunarnúmer: 0179
€. 1.100.000

Falleg einbýli á frábærum stað á Las Colinas Golf & Country Club

Kr167.300.000
Söluverð eignar er í evrum en umreiknast til viðmiðunar yfir í íslenskar krónur á skráðu gengi hvers dags.
Fermetrastærð 140 fm
Fjöldi svefnherbergja 3 svefnherbergi
Fjöldi baðherbergja 3 baðherbergi
46 km
6 km
-
-

Markaðsvirði eignar

Kr167.300.000

Prósentuupphæð:

Lánatímabil (ár)

Vextir

Niðurstöður:

Mánaðarlegar greiðslur:

Kr. 2.796.45

Lánsfjárhæð:

15.000.000

Eigið fé:

15.000.000

Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar

Kæling/kynding
Einkagarður/Verönd
Einkasundlaug
Sameiginleg sundlaug
Upphituð sundlaug
Lyfta í húsinu
Húsgögn fylgja
Lokaður kjarni
Svalir
Gólfhiti
Nýbygging
Bílskúr
Þak svalir
Sér inngangur
Geymsla
Sjávarútsýni
Lýsing:

Spánarheimili kynnir:

GLÆSILEG EINBÝLI Á FRÁBÆRUM STAÐ VIÐ GOLFVÖLL - VÖNDUÐ HÚSGÖGN OG ANNAR HÚSBÚNAÐUR FYLGIR

Glæsilegt og vel hannað nýlegt  156 fm. einbýlishús á einni hæð ásamt ca. 20 fm. gestahúsi/sérstæðu vinnurými eða samtals um 176 fm. eign á stórri lóð (1.200 fm) á góðum stað á Las Colinas golfvallasvæðinu, sem hefur verið valið eitt besta golfsvæði á Spáni nokkur undanfarin ár og er talið eitt besta golfvallasvæði í Evrópu. Um 1 klst. akstur suður af Alicante. Stór einkagarður með einkasundlaug, útisturta og glæsilegur einka púttvöllur. Útieldhús með góðri grill aðstöðu, sérstætt aukahús á lóð sem hægt er að nýta sem vinnuaðstöðu, geymslu eða gestahús.  Yfirbyggt bílskýli fyrir tvo bíla inni á lokaðri lóð. Sólarrafhlaða sem sparar allt að 60-70% af rafmagnsreikningnum. Þakverönd.
Þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi, björt og góð stofa, eldhús opið við borðstofu. Góð tenging við garðinn, stóra verönd með frábærri aðstöðu og er hægt að ganga út í garðinn frá öllum rýmum.  Þvottahús inn af eldhúsi. Vönduð húsgögn og húsbúnaður fylgir, ásamt fallegum útihúsgögnum. Gólfhiti er í öllu húsinu. Sannarlega lúxuseign með öllu fyrir kröfuharða. Gott fjölskylduhús þar sem vel fer um alla og hægt að flytja beint inn.

Einstakt gróið umhverfi, með Las Colinas golfvöllinn rétt við þröskuldinn. Skemmtilegar göngu- og skokkleiðir og ca. 10 mín akstur á Campoamor ströndina.
Umhverfið á Las Colinas er einstakt. Íbúar hafa aðgang að glæsilegu klúbbhúsi með úrvals veitingastöðum, og einnig að einkastrandklúbb á Campoamor ströndinni. Glæsileg líkamsræktarstöð á svæðinu og auk þess tennis- og körfuboltavellir. Algjör lúxus fyrir vandláta.

Fleiri góðir golfvellir eru í næsta nágrenni við Las Colinas golfvöllinn, t.d.   La Finca, Las Ramblas, Campoamor, Villamartin, Vistabella, Lo Romero og fleiri.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Campoamor þar sem íbúar Las Colinas hafa aðgang að einkastrandklúbb.
Ca. 10-15 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.

Hér er um að ræða glæsilega eign á góðum stað.

Allar upplýsingar veitir Elís ( Elli) og sýnir ykkur húsið  +3547700505 og 34744742601

[email protected]

TIL AFHENDINGAR STRAX.

Staðsetning eignar:
SKOÐUNARFERÐIR:
Spánarheimili býður upp á 7 daga skoðunarferðir til Spánar og er þá flug og gisting innifalin. Verð 119.900 kr.  Athugið að kostnaður við skoðunarferð fyrir allt að tvo einstaklinga er endurgreiddur ef að kaupum verður. Spánarheimili bókar flugið og sendir viðskiptavininum nokkra valmöguleika með gistingu.


    FJÁRMÖGNUN OG KOSTNAÐUR VIÐ KAUP

    10% IVA (spænskur söluskattur) leggst ofan á kaupverð fasteignar og þarf kaupandinn ávalt að gera ráð fyrir þeim kostnaði svo og um 3-6% í áætlaðan stimpil-, þinglýsingar- og umsýslukostnað til opinberra yfirvalda. Þessir skattar og opinberu gjöld eru ávalt greidd hjá Notaria á Spáni þegar gengið er frá afsali.

    Spænskir bankar bjóða upp á allt að 70% fasteignaveðlán með 2,5 til 4,5% óverðtryggða vexti og ef kaupandi fjármagnar kaupin með lántöku verður hann að gera ráð fyrir lánstökukostnaði auk stimpil- og umsýslukostnaði vegna lánsins.