Markaðsvirði eignar
Kr347.000.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Fallegt einbýli staðsett í hágæða og eftirsóttu íbúahverfi í Las Colinas. Svæðið er rómað fyrir fegurð og er hvert heimili þar staðsett og hannað með það fyrir augum að húsakynni falli vel að landslaginu og að íbúar njóti kyrrðar og næðis.
Las Colinas er staðsett við hlíðar Dehesa de Campoamor og þar má finna svæði sem þekur 330 hektara milli gróinna hlíða, sjávarútsýni umlukinn og við golfvöll sem hefur verið kjörinn golfvöllur ársins á Spáni nokkrum sinnum.
Ef þú ert að leita þér að hágæða einbýli á efitsóttum stað, þá er þessi fyrir þig.
Um er að ræða 251 m2 villa á þremur hæðum og situr húsið á 1067 m2 lóð og hefur fallegan garð þar sem þú hefur einstakt útsýni yfir golfvöllinn og grænu svæðin, flott útisvæði, stóra upphitaða einkasundlaug og útisturtu.
Húsið hefur verið hannað með hágæða efnum í nútímalegum stíl og með opnu skipulagi. Húsið hefur 4 svefnherbergi og 4 baðherbergi.
Á jarðhæðinni hefur þú stórt og bjart alrými með rúmgóðri stofu/borðstofu og flott opið eldhús þar sem þú getur opnað alveg út á verönd/garð. Einnig finnur þú eitt en-suite svefnherbergi og eitt fjölskyldubaðherbergi á jarðhæðinni. Öll herbergin á þessari hæð hafa beint aðgengi út í garð.
Á efri hæðinni eru tvö önnur en-suite svefnherbergi með stórar svalir og í kjallaranum er önnur stofa með öðru en-suite svefnherbergi og einkaverönd.
Aukahlutir sem fylgja: Húsgögn, eldhúsraftæki (white goods), gólfhiti á baðherbergjum, Loftkæking í öllu húsinu og öryggiskerfi.
Verð 2.400.000 €
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is