Markaðsvirði eignar
Kr201.600.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir: Þessi einstaka villa býður upp á einstaka hönnun og frumlegan bogadreginn arkitektúr sem er sönn ánægja fyrir augun, bæði að innan sem utan. Full af birtu og allur frágangur í hæðsta gæðaflokki með marmaragólfi og er talin vera meðal bestu lúxus einbýlishúsa á Costa Blanca. Þessi glæsilega fjögurra hæða villa býður upp á opið eldhús, borðstofu og stofu á aðalhæðinni með útgengi út á stóra verönd sem umvefur eignina. Með 3+1 svefnherbergi og 4+1 baðherbergi. Bogna form sundlaugarinnar samsvarar ávölum hornum eignarinnar. Þrjár hjóna svítur (með sínu eigin baðherbergi) með sameiginlegar svalir út frá svefnherbergjunum. Á efstu hæð er síðan stórt 50 fm solarium með fullkomnu útsýni yfir Miðjarðarhafið og allt um kring. Bílskúr, skrifstofa, baðherbergi og fjölnota herbergi eru staðsett í kjallaranum. Allar fjórar hæðirnar eru samtengdar með þyrilmyndandi stiganum í fullkomnu jafnvægi við bogadregnar línur hússins. Húsið er um 330 fm að stærð, byggt á 700 fm lóð. Verð 1.350.000€.