Markaðsvirði eignar
Kr128.200.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Einbýlishús á hinu glæsilega svæði Las Colinas Golf. Falleg náttúra einkennir Las Colinas, með appelsínutrjám, furuskógum og öðrum Miðjarðarhafsgróðri ásamt glæsilega golfvellinum sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá verslanamiðstöðinni Zenia Boulevard og ströndum Orihuela Costa. Lúxus hverfi sem girt er af og vaktað, tilvalið fyrir þá sem vilja frið og ró og fallega náttúru.
Bjartar og fallegar eignir þar sem dagsbirtan nýtur sín til fulls, hátt er til lofts og stórir gluggar gefa húsunum gildi. Stofa, borðstofa og eldhús eru sameinuð í rúmgott alrými sem opnast út á stóra verönd, sem er að hluta til yfirbyggð og sundlaugarsvæðið. Öll svefnherbergi eru með fataskápum og sér baðherbergi, en í hjónaherbergi er fataherbergi.
Útisvæðið er fallega hannað með svokallaðri infinity sundlaug svæði til afslöppunar .
Húsunum fylgir loftkæling og hitun, fullbúið eldhús, snjallkerfi til fjarstýringar á ýmsum búnaði, gólfhiti á baðherbergjunum, lýsing, innanhúss og utan ásamt fullfrágengnum garði með vökvunarkerfi og rafmagnshliðum.
Verð frá 855.000€ upp í 965.000€
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is