Markaðsvirði eignar
Kr163.600.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
EINSTAKT EINBÝLI Á FRÁBÆRUM STAÐ!
Sérlega vel hannað 155 fm. einbýlishús á einni hæð ásamt ca. 96 fm. bílskúr / vinnurými á jarðhæð.
Húsið sem er með 3 svefnherbergi og 3 en-suit baðherbergi (öll með gólfhita) og salerni að auki í bílskúr er opið og bjart með gólfsíðum, opnanlegum glerhurðum á tvo vegu. Rafmagnshlerar eru að auki fyrir öllum gluggum.
Eldhúsið sem er opið og bjart er búið glæsilegum innréttingum og tækjum. Sundlaugin er upphituð og er sannanlega einstök. Hún er 19 metra löng og með sjálfvirkri lokun. Flísalagðar verandir í kringum sundlaug og við eignina eru samtals um 88 fm. Útisturta er við sundlaugina og útieldhús við hliðarinngang.
Húsið er búið nýjustu ECO-hönnun sem völ er á sbr. eru 25 sólarpanelar sem framleiða allt að 8.3 kw/h sem gerir eignina "græna".
Á jarðhæð / bílskúr / vinnurými er uppsettur búnaður fyrir hraðhleðslu á rafmagnsbílum, þar er sér salerni og lokuð geymsla. Að auki eru lagnir til að útbúa sérhæð með öllu sem þarf eins og eldhúsi, aircon ofl. Eignin stendur hátt og er lóðin um 1250 fm.
Vönduð húsgögn og húsbúnaður fylgir að stórum hluta. Sannarlega lúxuseign með öllu fyrir kröfuharða.
Las Colinas golfvallasvæðið hefur verið valið eitt besta golfsvæði á Spáni nokkur undanfarin ár og er talið eitt besta golfvallasvæði í Evrópu. Umhverfið á Las Colinas er einstakt. Íbúar hafa aðgang að glæsilegu klúbbhúsi með úrvals veitingastöðum, og einnig að einkastrandklúbbi á Campoamor ströndinni. Glæsileg líkamsræktarstöð er á svæðinu og auk þess tennis- og körfuboltavellir. Algjör lúxus fyrir vandláta.
Glæsilega eign á frábærum stað og til afhendingar strax !
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]