Markaðsvirði eignar
Kr89.100.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Falleg einbýli á einni hæð í byggingu við La Serena golfvöllinn í útjaðri bæjarins Los Alcázares. Í bænum er öll þjónusta til staðar og skammt er niður að ströndum Mar Menor innhafsins.
Um er að ræða eignir með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Gengið er inn í forstofugang og eru svefnherbergi staðsett sitthvoru megin við ganginn. Tvö baðherbergi eru í húsinu, annað þeirra beint inn af stórri hjónasvítu. Innst í húsinu er opið rými þar sem stofa, borðstofa og eldhús renna saman í eitt og úr stofu og hjónasvítu er gengið beint út í garð með góðri verönd og einkasundlaug. Möguleiki er að bæta við kjallara sem og þaksvölum ef vilji er fyrir hendi sem myndi bjóða upp á stórkostlegu útsýni. Bílastæði er innan lóðar.
Íbúðakjarninn samanstendur af 32 íbúðum í lágreistu fjölbýli með ýmist 2 eða 3 svefnhergjum sem og 9 einbýlishúsum. Þetta eru falleg, nútímaleg og stílhrein hús með góðum sameiginlegum sundlaugargarði og græn svæði allt um kring. Glæsilegt útsýni er yfir La Serena golfvöllinn og Mar Menor innhafið. Eignirnar verða tilbúnar til afhendingar í desember 2024 / maí 2025.
Eitt hús eftir á 599.000€
Nánar um svæðið:
Los Alcázares er heilsulindarbær, staðsettur við strönd Mar Menor og státar af sjö kílómetra strandlengju frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón 128 ferkílómetrar að stærð er hiti 5 gráðum yfir því sem er í Miðjarðarhafinu. Merkilegt nokk en svæðið er tiltölulega óþekkt og telst eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendurnar á svæðinu tengjast með stórkostlegum gönguleiðum. Þær eru fullbúnar með sturtum, gosbrunnum, aðgengi fyrir fatlaða. En þar má einnig iðka vatnsíþróttir og strandleiki. Landslag þar um slóðir er tiltölulega flatt sem gerir Los Alcázares ákjósanlegan fyrir þá sem hafa gaman að hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi. Tveir afar góðir golfvellir eru á staðnum: La Serena Golf og Roda Golf. Fjölbreytt úrval fasteigna er á svæðinu alveg frá íbúðum upp í stór einbýlishús en allar eignirnar standa í nálægð við strönd, golf og góða þjónustu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]