Markaðsvirði eignar
Kr71.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynna:
Glæsileg einbýli sem eru í byggingu en eru afhent í lok 2023 og byrjun 2024.
Húsin er staðsett við bæinn Finestrat sem er stutt frá Benidorm og því mikið úrval þjónustu og afþreyinga í nálægð við eignirnar. Þessi staðsetning gefur eigendum einnig mikla möguleika þegar kemur að útleigu til ferðamanna enda er svæðið eftirsótt.
Boðið er upp á mismundi tegundir eigna og má finna einbýli bæði á einni eða tveimur hæðum. Um er að ræða vandaðar byggingar í nýstárlegum stíl þar léttleiki og þægindi ráða ríkjum.
Hægt er að fá eignir með allt frá 2 svefnherbergi upp í 4+ svefnherbergi og það er einnig valmöguleiki að fá kjallara allt frá 84 m2 - 112 m2
Verð frá 495.000€ - 890.000€
Nánar um svæðið:
Finestrat er heillandi svæði, norður af Alicante héraði á Spáni. Svæðið er nálægt fjallendi en stutt er í marga fallega Spænska smábæi eins og Polop, La Nucia og svo Manhattan Spánar, Benidorm.
Benidorm er einn af vinsælli ferðamannastöðum Spánar. Í dag byggist borgin upp af hágæða hótelum og íbúðum, diskótekum, næturklúbbum og veitingastöðum.
Benidorm er vinsæll meðal fjölskyldufólks sem og eldri borgara allan ársins hring, sem njóta veðurblíðunnar á vel hirtum ströndum auk fjölbreyttrar afþreyingu. T.d. má finna hinn vinsæla skemmtigarð „Terra Mítica“ í útjaðri borgarinnar, dýragarð, vatnsrennubrautagarðinn Aqualandia ofl.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is