Markaðsvirði eignar
Kr56.500.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Mjög huggulegt einbýli á hreint frábærum stað í Doña Pepa, Ciudad Quesada. Húsið stendur innan við opið svæði og er útsýni yfir á La Mata saltvatnið. Í göngufæri er matvöruverslun Consum, veitingastaðir og önnur almenn þjónusta. Húsið er staðsett innan lítils, lokaðs kjarna einbýlishúsa og er rafmagnshlið til að komast inn á svæðið.
Húsið sem er byggt 2016 er 3 svefnherbergja og 2 baðherbergja á tveimur hæðum auk þaksvala. Í garðinum er svo einkasundlaug sem er 7 x 3 metrar. Í garðinum er að auki útieldhús, markísa og góð geymsla.
Á 1. hæð er eitt svefnherbergi og salerni, stílhreint og fullbúið opið eldhús og stofa / borðstofa með rennihurðum út í garðinn.
Á 2. hæð hússins eru tvo svefnherbergi og eitt baðherbergi og úr öðru svefnherberginu er útgengi á góðar svalir með frábæru útsýni yfir saltvötnin.
Allt innbú fylgir eigninni.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Ciudad Quesada – er staðsett um það bil 8 kílómetra inni í landið frá Costa Blanca ströndinni við Guardamar de la Segura. Alicante- og Murcia-flugvellir eru báðir í 50 kílómetra fjarlægð og næsta strönd er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð. Miðbær Ciudad Quesada er vel búinn verslunum, börum, veitingastöðum, golfvelli og eigin vatnagarði. Einbýli og raðhús eru fyrirferðamesti hluti fasteignaframboðsins í Quesada, en einnig er það að finna gott úrval íbúða.