Markaðsvirði eignar
Kr138.100.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Einstakur nýr kjarni, með einungis umhverfisvænum glæsilegum einbýlishúsum. Þessi nýji kjarni er byltingakenndur á Spáni og er í byggingu við Xalon í grænum fjallshlíðum Spánar á milli ólífu og vínekra, í aðeins 20 min akstur frá Calpe og fleiri fallegum ströndum á norður Costa Blanca. Húsin verða byggð inn í fjallshlíðarnar og liturinn mun samræmast umhverfinu, hugsað er fyrir öllu þegar það kemur að því að vernda umhverfið hvort sem það er rafmagnsframleiðsla/notkun, vatnsnotkun, notkun á umhverfisvænum efnum við byggingu og framleiðslu húsanna, á sama tíma þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að gæðin verði lægri heldur þvert á móti er allt byggt á allra hæðsta gæðastandard.
3 svefnherbergi og 2 baðherbergi auk gesta wc, stór falleg og björt stofa, borðstofa og eldhús með útsýni. Einkasundlaug, garður, bílastæði með hleðslu fyrir rafmagnsbíla OG FYRSTU HÚSIN SEM VERÐA SELD KOMA MEÐ RAFMAGNSSMÁBÍL EÐA 2 RAFMAGNSHJÓLUM. Sundlaugin verður að sjálfsögðu salt sundlaug og húsið verður rafmagnað með sólarrafnotkun.
Í þessum kjarna verður áherslan lögð á heilbrigðan og umhverfisvænan lífstíl eins og hann gerist bestur á Spáni. Stór sameiginleg garðsvæði með ávaxtatrjám, grænmetis og jurtabeðum sem eigendur húsanna hafa aðgang að, fallegar göngu og hjólaleiðir og aðstaða til yoga iðkunar og annara íþrótta. Í samvinnu við vínbónda héraðsins Pepe Mendoza verður vínsmökkunarstofa, ásamt gæða veitingastað. Ef þú hefur verið að láta þig dreyma frið og ró í sólríkra sveitasælu Spánar þar sem þú geur notið lífsins með öllum lúxus sem þú þarfnast, þá er Elements kjarninn eitthvað fyrir þig.