Markaðsvirði eignar
Kr33.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir : Glæsilegar efri sérhæðir í fallegum og vel skipulögðum íbúðarkjarna við spænska bæinn Pilar de la Horadada hverfinu á Spáni rétt sunnan við La Zenia og Cabo Roig sem Íslendingar þekkja vel og er á Torreviejasvæðinu. Hverfið er vel staðsett með alla mögulega þjónustu við hendina þar sem stutt rölt er í miðbæinn. Innan við 10 mín akstur er niður að strönd sem og gullfallega smábátahöfn. Frábær kostur fyrir þá sem vilja nálægð við spænskan bæjarbrag og vera stutt frá hringiðu ferðamannasvæðisins.
Innan eignar eru þrjú svefnherbergi, þrjú baðherbergi, stofa og opið eldhús.
35 fm svalir og einkasólarþak sem er 52fm