Markaðsvirði eignar
Kr124.900.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Ný uppgerð spænsk villa (235/845 M2) í Altea Hills með lyftu og með stórkostlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið, Altea flóann og Benidorm.
Á jarðhæð er komið inn í rúmgóðan tvöfaldan lokaðan bílskúr með flísum á gólfi, þaðan sem lyftan tekur þig upp í stofu/svefnhæð, sundlaug með útisturtu og 3 veröndundum. Á þessari hæð er stofa/borðstofa með arni, nútímalegt eldhús með öllum tækjum, rúmgott og stórt hjónaherbergi með sér baðherbergi og 2 gestaherbergi með sameiginlegu baðherbergi, 1 svefnherbergi er nú notað sem líkamsræktarherbergi.
Innri stigi leiðir að gestaíbúðinni (60 m2) með stofu/borðstofu með eldhúskrók, svefnherbergi og baðherbergi og stórri verönd. Gestaíbúðin er líka með sérinngang.
Húsið er mjög vel við haldið og var málað að innan sem utan árið 2022.
Um svæðið:
Hvíta strandþorpið Altea á er sannkölluð perla á Costa Blanca og hefur oft verið valið eitt af 10 fallegustu þorpum á Spáni. Vinsæli gamli bær Altea, sem er staðsettur á hæð, með fallegri kirkju og kirkjutorgi er mikilvægasta aðdráttarafl bæjarins. Hægt er að rölta um þröngar götur og njóta einstakrar fegurðar litlu húsana oft skreytt með sérstökum bohemian stíl. Þú getur verslað í einni af mörgum handverksverslunum, borðað góðan mat á einum af fjöldamörgum góðum veitingastöðum og notið stórkostlegs útsýnis yfir ströndina. Strendurnar í Altea eru fullkomnar fyrir strandfrí og laða til sín sólþyrsta ferðamenn alls staðar að úr heiminum.
Frábær staður fyrir alla sem vilja sameina sól og sjó með menningu og sögu.