Markaðsvirði eignar
Kr40.100.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Fallegar nýjar íbúðir í Denia umkringdar stórbrotnu landslagi, aðeins 2 km frá miðbænum og 100 metra frá einni fallegustu sandströnd Miðjarðarhafsins. Um er að ræða 2ja og 3ja herbergja íbúðir með tveimur baðherbergjum. Þetta er lokaður kjarni með sameiginlegum sundlaugum, og fallegum garði. Mjög smekklega hannaðar nútímalegar íbúðir með stórri verönd.
í þessum kjarna eru einungis 6 íbúðir enn til sölu, verð frá 269.000 evrum
Um svæðið:
Denia er fallegur sjávarbær staðsettur eiginlega mitt á milli Alicante og Valencia .Ferjur fara héðan til Ibiza, Mallorca og Menorca og Denia er einnig með stóran fiskveiðiflota. Bærinn á sér fornan uppruna sem upphaflega grísk nýlenda nefnd eftir gyðjunni Díönu. Síðar varð það vígi múslima og enn er stór kastali sem gaman er að skoða. Ferjutengingar þess við Baleareyjar og fiskiskipaflotinn hafa haldið áfram að stækka og er bærinn í mikilli uppsveiflu. Allar þjónustur eru í boði og mikið að úrvalsveitingstöðum, fallegur glæsilegur golfvöllur La Sella og margt fleira í boði.