Markaðsvirði eignar
Kr49.400.000Prósentuupphæð:
Lánatímabil (ár)
Vextir
Niðurstöður:
Mánaðarlegar greiðslur:
Kr. 2.796.45Lánsfjárhæð:
15.000.000Eigið fé:
15.000.000Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Lánstíminn miðast þó við að síðasti gjalddagi láns verður að vera við 75 ára aldur lántakanda. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Spánarheimili kynnir:
Vel hönnuð nýleg 2 svefnherbergja íbúð á Las Colinas golfsvæðinu. Íbúðin afhendist fullbúin vönduðum húsgögnum, húsbúnaði og raftækjum. Íbúðin er á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi og er rúmgóð enda sérstaklega vel hönnuð.
Tvö góð svefnherbergi með skápum. En-suit baðherbergi er innan við annað svefnherbergið. Eldhús og stofa er eitt stórt rými með útgengi út á stórar suður svalir. Aircon (heitt / kalt) er í allri íbúðinni, rafmagnshlerar fyrir gluggum og rafmagnsstýrðar gardínur að auki. Bosch eldunartæki. Stæði í lokuðu bílastæðahúsi fylgir ásamt læstri geymslu við hlið bílastæðis.
Fallegur sameiginlegur sundlaugargarður með góðri sólbaðsaðstöðu og auknu aðgengi, sbr. með lyftu.
Um svæðið:
Las Colinas golfvallasvæðið hefur verið valið eitt besta golfsvæði á Spáni nokkur undanfarin ár og er talið eitt besta golfvallasvæði í Evrópu. Umhverfið á Las Colinas er einstakt. Íbúar hafa aðgang að glæsilegu klúbbhúsi með úrvals veitingastöðum, og einnig að einkastrandklúbbi á Campoamor ströndinni. Glæsileg líkamsræktarstöð er á svæðinu og auk þess tennis- og körfuboltavellir. Algjör lúxus fyrir vandláta.
Glæsileg eign á frábærum stað og til afhendingar strax !
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og [email protected]