Skoðunarferð tilboð

EINSTAKT TÆKIFÆRI

Við höfum ákveðið að setja upp tvær skoðunarferðir annars vegar dagana 26. mars til 8. apríl með beinu flugi til Spánar.

Hins vegar 26. mars með beinu flugi til Spánar og aftur heim 4. apríl með millilendingu í Köben.

 

  • 13 DAGA FERÐ
    Nú er tækifæri til að slá 2 flugur í einu höggi þar sem um ræðir 7 daga skoðunaferð ásamt 6 daga fríi.

Spánarheimili býður nú upp á 13 daga skoðunarferð til Spánar og er þá flug og gisting innifalin. Verðið er 129.900 kr. Boðið er upp á 4ra stjörnu hótelgistingu eða gistingu í eins sambærilegri eign og þeirri sem kaupandinn leitar eftir til kaups. Athugið að kostnaður við skoðunarferð fyrir allt að tvo einstaklinga er endurgreiddur ef að kaupum verður.
Sjálf skoðunarferðin mun taka 7 daga og í kjölfar þess tekur við 6 daga frí þar sem viðskiptavinur getur notið alls þess sem svæðið býður upp á hvort sem það er golf, ströndin eða önnur afþreying.
Við getum útvegað viðskiptavini bílaleigubíl til afnota ef þess er óskað.



9 DAGA FERÐ

Spánarheimili býður einnig upp á 9 daga skoðunarferð til Spánar og er þá flug og gisting innifalin. Verðið er 109.900 kr. Boðið er upp á 4ra stjörnu hótelgistingu eða gistingu í eins sambærilegri eign og þeirri sem kaupandinn leitar eftir til kaups. Athugið að kostnaður við skoðunarferð fyrir allt að tvo einstaklinga er endurgreiddur ef að kaupum verður. Sjálf skoðunarferðin mun taka 7 daga og því nokkrir dagar þar sem viðskiptavinur getur notið alls þess sem svæðið býður upp á hvort sem það er golf, ströndin eða önnur afþreying.

Við getum útvegað viðskiptavini bílaleigubíl til afnota ef þess er óskað.

ALMENNT UM SKOÐUNARFERÐIR
Þegar áhugasamur kaupandi er kominn á þann stað að vilja kanna nánar möguleikann á kaupum á orlofseign á Spáni þá er eindregið mælt með því að bóka sig í skoðunarferð. Reynslan sýnir að oft breytast hugmyndir fólks t.d. um staðarval þegar út er komið og fólk upplifir svæðið með eigin augum í stað þess að skoða myndir á internetinu. Spánarheimili býður upp á sérsniðnar skoðunarferðir en ekki er um stóra hópa að ræða hverju sinni heldur er horft til þess að hver skoðunarferð sé sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
Spánarheimili bókar flugið og sendir viðskiptavininum  nokkra valmöguleika með gistingu.

Tilhögun skoðunarferða er með þeim hætti að annaðhvort kemur starfsmaður með frá Íslandi eða starfsmaður Spánarheimila tekur á móti viðskiptavini á Alicante flugvellinum á Spáni. Fyrsti dagur skoðunarferðar er ávallt notaður til að sýna allt svæðið og þau hverfi sem talin eru falla að þörfum og óskum hvers viðskiptavinar. Allt nærumhverfi er kannað og skoðað svo sem strendur, íbúðahverfi, golfsvæði, staðsetning þjónustukjarna og annað það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Síðan er hafist handa við að sýna viðskiptavininum þær eignir sem falla að óskum og þörfum hans og þá á þeim svæðum eða hverfum sem viðskiptavinurinn heillast að.

Í skoðunarferðinni er einnig spænskur banki heimsóttur þar sem rætt er við útibústjóra um bankaviðskipti á Spáni og mögulegar fjármögnunarleiðir til fasteignakaupa í gegnum spænskan banka eru skoðaðar sérstaklega. Ef kaupandi óskar eftir því er unnt að opna spænskan bankareikning í viðkomandi banka.

Ef draumaeignin finnst þá er hún tekin frá fyrir viðskiptavin og hafist er handa við að gæta hagsmuna hans í gegnum allt kaupferlið.


SKILMÁLAR
Ef viðskiptavinur finnur ekki draumaeignina til kaups á Spáni af aflokinni skoðunarferð þarf viðskiptavinur að greiða innan 10 daga við heimkomu þann umfram kostnað sem hefur fallið á Spánarheimili vegna kaupa á flugmiða og gistingu. Sá heildarkostnaður er 149.900kr og þarf því að greiða mismunin á móti skoðunarferðargjaldinu.