Skoðunarferðir

5 daga sérhannaðar SKOÐUNARFERÐIR til Spánar

Verð aðeins kr. 59.900,- pr mann. Kostnaður fyrir allt að tvo er endurgreiddur ef af kaupum verður.

Við bjóðum öllum þeim sem vilja huga að fasteignakaupum á Spáni upp á sérsniðnar skoðunarferðir til Spánar. Þær geta verið allt að 5 nátta en innifalið í verði er beint flug báðar leiðir og gisting.

Ef fólk er að velta fyrir sér fasteignakaupum á Spáni er ómetanlegt að njóta leiðsagnar íslenskra aðila sem búsettir eru á Spáni, búa að áralangri reynslu af fasteignaviðskiptum við Miðjarðarhafið og þekkja vel spænska bankakerfið, en það skiptir verulegu máli.

Í þessum sérhönnuðu ferðum verður ekki um stóra hópa að ræða hverju sinni heldur er horft til þess að hver skoðunarferð sé sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar um sig. Dagsetningar ferðanna taka að sjálfsögðu mið að þörfum viðskiptavina.

Fólki sem er statt á Spáni er einnig velkomið að setja sig í samband og geta þá notið leiðsagnar um svæðið. Þá má skoða þær eignir sem ætla má að uppfylli óskir viðskiptavinarins.

Tilhögun skoðunarferðarinnar gæti verið með eftirfarandi hætti:

Dagur 1
Tekið á móti viðskiptavini á Alicante-flugvellinum og honum er ekið á gististað. Slappað af það sem eftir lifir dags.

Dagur 2
Morgunmatur með viðskiptavininum og þá ekið um svæðið. Þau hverfi skoðuð sem vænta má að höfði til hvers og eins viðskiptavinar að teknu tilliti til óska og væntinga. Allt nærumhverfi skoðað svo sem strendur, íbúðahverfi, golfsvæði, staðsetning þjónustukjarna og annað það sem svæðið hefur upp á að bjóða kannað. Heimsókn í spænskan banka þar sem rætt verður við útibússtjóra um bankaviðskipti á Spáni og mögulegar fjármögnunarleiðir til fasteignakaupa í gegnum spænskan banka skoðaðar. Ef kaupandi óskar eftir er unnt að opna spænskan bankareikning í viðkomandi banka.

Dagur 3
Fasteignir sem henta óskum og þörfum hvers og eins kaupanda skoðaðar sérstaklega og þá í þeim hverfum og á þeim svæðum sem höfðað hafa til kaupenda sé litið til skoðunarferðar deginum fyrr.

Dagur 4
Fleiri fasteignir skoðaðar og ef draumaeignin finnst er hún tekin frá fyrir viðskiptavininn. Gengið er í það ásamt viðskiptavini að sækja um spænska kennitölu sem er nauðsynlegt að hafa til að ganga frá kaupsamningi á Spáni.

Dagur 5
Frjáls dagur og slappað af í sólinni fram að brottför.

Ef af kaupum verður í skoðunarferðinni endurgreiðir Spánarheimili allan kostnað vegna skoðunarferðarinnar fyrir tvo.
Senda má fyrirspurnir á [email protected] og eru þá allar frekari upplýsingar veittar. Eða þá í gegnum síma: 5-585858.

Starfsfólk Spánarheimilis hefur samband við þig á næstu klukkustundum. Með sólarkveðju.

Frí skoðunarferð til Spánar
Mikið að sjá og upplifa
Reynir á byggingastað að sýna viðskiptavinum
Íslenskur viðskiptavinur í skoðunarferð