Skilmálar

Skoðunarferð til Spánar á vegum Spánarheimila er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins og er farin í þeim tilgangi að fá ókeypis þjónustu sérfræðinga á vegum fyrirtækisins til að skoða bæði allt það sem Costa Blanca svæðið hefur upp á að bjóða svo og þær fasteignir á svæðinu sem falla að óskum og þörfum viðskiptavinarins með kaup á draumaeigninni á Spáni í huga. Einnig fær viðskiptavinurinn allar upplýsingar um bankamál og fjármögnun fasteignakaupa á Spáni svo og aðrar mikilvægar upplýsingar er snúa að því að eiga og reka fasteign á Spáni.

Spánarheimili hópar aldrei mörgum saman í skoðunarferð á sama tíma heldur gefum við okkar viðskiptavin alla okkar athygli á meðan á skoðunarferðinni stendur.

Viðskiptavinurinn þarf að greiða uppsett skoðunarferðargjald sem ákvarðast eftir lengd skoðunarferðar en innifalið í skoðunarferðargjaldinu er beint flug fram og til baka frá Íslandi til Alicante á Spáni. Spánarheimili sér um að bóka flugið á þeim tíma sem sammælst er um að henti bæði viðskiptavininum og starfsmanni Spánarheimila sem verður viðskiptavininum til aðstoðar á meðan á skoðunarferðinni stendur. Innifalið í flugmiðanum er handfarangur (flugfreyjutaska) en ef viðskipstavinur óskar eftir því að bóka innritaða farangurstösku í flugið þarf að greiða sérstaklega fyrir það.

Innifalið í skoðunarferðargjaldinu er og gisting fyrir allt að 2 annað hvort sem er á 4ra stjörnu hóteli með morgunmat sbr http://www.lomasdecampoamor.es... eða í íbúð eða húsi eins sambærileg eign og á svipuðum stað og viðskiptavinurinn leitar eftir til kaups. Ef með í för með viðskiptavininum eru vinir eða fjölskyldimeðlimir eru þeim velkomið að gista í eigninni án viðbótarkostnaðar en greiða þarf fyrir flugfargjaldið sérstaklega. Viðskiptavininum er einnig heimilt að lengja í ferðinni og dvelja lengur í viðkomandi eign en þarf þá að greiða gistikostnaðinn sem nemur þeim dagafjölda sem hann dvelur í eigninni eftir að formlegri skoðunarferð líkur.

Ef af kaupum verður á meðan á skoðunarferðinni stendur eða eftir að heim er komið að aflokinni skoðunarferð fær viðskiptavinurinn skoðunarferðargjaldið fyrir allt að tvo endurgreitt þegar undirritun afsals og afhending á eigninni fer fram.

Engar skuldbindingar er á viðskiptavininum að festa sér kaup á fasteign á Spáni á meðan á skoðunarferðinni stendur en ætlast er til þess að viðskiptavinurinn fylgi eftir þeirri dagskrá sem starfsmaður Spánarheimila leggur upp með á meðan á skoðunarferðinni stendur.

Ef viðskiptavinur misnotar auðsjánlega skoðunarferðarrúrræðið með þeim hætti að vera engan veginn tilbúinn að fylgja eftir dagskrá skoðunarferðarinnar eða gefur það skýrt í ljós að hann sé ekki að fara að fjárfesta í fasteign á Spáni þá áskilur Spánarheimili að slíta skoðunarferðinni þá þegar á meðan á henni stendur og leggja fram fyrir viðskiptavininn reikning sem nemur bæði útlögðum kostnaði og ráðgjöf starfsmanns Spánarheimila.

Spánarheimili býður einnig viðskiptavini sem dvelur á Spáni á eigin vegum að fá skoðunarferð á vegum Spánarheimila og ákvarðast dagskráin í samráði við viðskiptavininn.

Starfsfólk

Team Bjarni Sigurðsson
  • Ísland
Bjarni Sigurðsson
Framkv.stjóri & Lögfræðingur
+354 558 58 58 bjarni@spanarheimili.is

Team Kristinn R Kjartansson
  • Spánn
Kristinn R Kjartansson
Rekstrarstjóri á Spáni
+354 5585858 +354 8200762 kristinn@spanarheimili.is

Team Ásbjörg Sigurðardóttir
  • Ísland
Ásbjörg Sigurðardóttir
Skrifstofustjóri á Íslandi
+354 558 58 58 asbjorg@spanarheimili.is

Team Guðrún B Óskarsdóttir
  • Ísland
Guðrún B Óskarsdóttir
Yfirmaður leigu- og þjónustudeildar
+354 558 58 58 gudrun@spanarheimili.is

Team Katherine González
  • Spánn
Katherine González
Eigna- & þjónustumiðlari
+34 606 81 28 91 katherine@spanarheimili.is

Team Sigurður Friðrik Bjarnason
  • Spánn
Sigurður Friðrik Bjarnason
Eigna & þjónustumiðlari
+354 773 02 83 siggi@spanarheimili.is

Team Daði Agnarsson
  • Spánn
Daði Agnarsson
Sölu- & Markaosstjóri
+34 621 28 86 83 dadi@spanarheimili.is

Team Kristin Skjaldardóttir
  • Spánn
Kristin Skjaldardóttir
Söluráðgjafi og Menntaður Löggiltur Fasteignasali
+34 604 452 326 kristin@spanarheimili.is

Team Elís Árnason (Ellí)
  • Spánn
Team Ásthildur Huber
  • Spánn
Ásthildur Huber
Söluráðgjafi & Markaðsfulltrúi
+34 608 363 135 asthildur@spanarheimili.is

Team Peter Verbilt
  • Spánn
Peter Verbilt
Söluráðgjafi & Vefsíðustjóri
+34 669 54 98 35 peter@spanarheimili.is

Team Jessica Romero Willhöft
  • Spánn
Jessica Romero Willhöft
Söluráðgjafi
+34 667 673 836 jessica@spanarheimili.is

Team Gunnar Vilhelmsson
  • Spánn
Gunnar Vilhelmsson
Þjónsturáðgjafi
+354 776 38 48 gunnar@spanarheimili.is

Team Hörður Hrafndal
  • Spánn
Hörður Hrafndal
Sendiherra
+354 775 69 69 hordur@spanarheimili.is

WhatsApp