Önnur svæði

SvæÐiÐ

Costa Blanca ströndin eða „Hvíta ströndin“ eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu liggur við suðaustur strönd Spánar og teygir sig 200 km meðfram Miðjarðarhafinu. Hvíta ströndin er í Valencia sýslu og skiptist hún niður í 3 sjálfstjórnahéruð sem viðkomandi höfuðborgir heita eftir. Castellon í norðri, þá Valencia og síðan Alicante í suðri. Oft er miðað við að Costa Blanca svæðið afmarkist við borgirnar Valencia í norðri og Murcia eða Cartagena í suðri.

Önnur svæði

Spánarheimili býður einnig Íslendingum til sölu fasteignir á öðrum svæðum en á Torreviejasvæðinu. Það hefur til að mynda verið nokkuð vinsælt að fólk fjárfesti í sumarhúsum aðeins fjarri ströndinni og komi sér fyrir í smábæjum og þorpum þar sem rólegra yfirbragð er yfir öllu. Nefna má bæi eins og San Miguel, Algorfa, Pilar de La Horadada, Rojales, La Nucia, Castalla, Los Alcazares, Albir, La Marina og fleiri skemmtilega bæi.

Einnig er vert að nefna það að lokum að á Costa Blanca ströndinni eru á fjórða tug hágæða golfvalla en í flest öllum tilvikum hafa myndast mikil og stór íbúðasvæði í kringum þessa velli. Slík golfsvæði eru þá í mörgum tilvikum aflokuð fyrir utanaðkomandi umferð og með gæslu allan sólarhringinn. Sem þekkta og vinsæla golfvelli og golfsvæði á Costa Blanca svæðinu má nefna Alicante golf, La Finca golf, Las Ramblas golf, Campoamor golf resort, Villa Martin golf og Las Colinas golf resort 

Að lokum er Spánarheimili að bjóða Íslendingum upp á fasteignir til sölu á áður óþekktum svæðum en nefna má fasteignir í spænsku strandbæjunum San Pedro og Los Alcazares þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað í allri ferðaþjónstu en evrópubúar eru enn að uppgötva.

Hafðu samband

Send us a message and we lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.