23 nóvember 2021

Las Colinas


Staður þar sem tilveran þín öðlast nýja vídd

 

Las Colinas Golf & Country Club  er við Miðjarðarhafið eða í rétt um 10 min akstri frá Spánarstrendum og í um 45 min akstri sunnan við Alicante flugvöll þar sem eru beinar flugsamgöngur við Íslands allt árið um kring. Las Colinas er svæði þar sem náttúra og hönnun renna saman í eitt.


Svæðið er rómað fyrir fegurð og er hvert heimili þar staðsett og hannað með það fyrir augum að húsakynni falli vel að landslaginu og að íbúar

njóti kyrrðar og næðis. Staðsetningin getur vart verið betri; hlíðar hins friðsæla dals eru vaxin sítrónu- og appelsínutrjám.

Meðfylgjandi kynningarmyndband segir allt sem segja þarf – Að kaupa fasteign á Las Colinas er fjárfesting í betri lífstíl.

.

Staðsetningin er við hlíðar Dehesa de Campoamor og við dalinn má finna svæði sem þekur 330 hektara, milli gróinna hlíða, sjávarútsýni umlukinn og við golfvöll sem hefur verið kjörinn golfvöllur ársins á Spáni nokkrum sinnum.

Allt skipulag svæðisins gerir ráð fyrir takmörkuðu magni húsa og íbúða sem falla vel inn í umhverfið Í öllu skiplagi svæðisins er virðing borin í hvívetna fyrir náttúru og landslagi og íbúar hafa gott andrými sín á milli sem er ólíkt öðrum íbúðahverfum á Costa Blanca svæðinu.


Öll hönnun bygginga tekur mið af sjálfbærni og umhverfisvernd en um 200 þúsund ferkílómetrar óbyggðar umhverfis íbúðasvæðið hafa verið friðaðir ásamt upprunalegum plöntum, sítrónu- og appelsínuakra.

 

Til að komast í dalinn og inn á svæðið er aðeins ein leið og er ekið um djúpt gil og við tekur afmarkað svæði sem telur 330 hektara land sem er skipulagt íbúðarhverfi en allt hið byggða svæði á Las Colinas er skipt niður í ákveðin hverfi þar sem heiti hvers hverfis dregur nafn sitt af plöntu- eða trjátegundum.

Allt svæðið er vaktað og er með öflugri gæslu allan sólarhringinn sem veitir íbúum svæðisins góða öryggistilfinningu. Mjög margir fjárfesta í draumaeigninni á suðrænum slóðum inni á Las Colinas vegna þess öryggis og lífstíls sem íbúar svæðisins búa við og því er það ekki algilt að einvörðungu golfarar fjárfesti í húsnæði á Las Colinas. 


Aðkoma Spánarheimila


Spánarheimili er opinber söluaðili eigna á Las Colinas. 
Spánarheimili bjóða í samstarfi við alla byggingaraðila á svæðinu til sölu bæði glæsiíbúðir og framúrskarandi hönnuð einbýlishús en eignirna eru staðsettar við samnefndan golfvöll en þeir kylfingar sem til þekkja eru á einu máli um að golfvöllurinn sé einn sá besti sem um getur. 

Spánarheimili hefur og til sölu nýlegar endursölueignir inni á Las Colinas í samstarfi við Las Colinas. Las Colinas Golf & Country Club hefur hlotnast 6 sinnum virt verðlaun og viðurkenningar svo sem

„Europe’s Leading Resort Villas 2021” – „Spain´s Leading Villa Resort 2021″ – og búsetustaðsetningin er ekki dónaleg: „Next to Spain`s Best Golf Course 2020”. Mjög margir fasteignakaupendur á Las Colinas eru ekki golfarar heldur eru að fjárfesta í draumaeigninni á Spáni í einstöku og öruggu umhverfi og síðast en ekki síst í æðri lífstíl.

Kaup á húsnæði á Las Colinas-svæðinu er ávísun á heilnæman Miðjarðarhafs-lífsstíl þar sem öll ívera á svæðinu er í nánum tengslum við náttúru og þjónustu í hæsta gæðaflokki. Loftslagið er einstakt og á svæðinu er að finna mikið úrval aðstöðu til íþróttaiðkunar og afþreyingar; salir og veitingastaðir, þar með talinn einka strandarklúbburinn WOW Beach Club við Campoamor ströndina.
Nefna má og 
hinn vinsæla ítalska veitingastað „Il Palco“ –og sushi staðinn Umawe ásamt Unik veitingastaðnum í klúbbhúsinu.

Fyrir um 2 árum opnaði á Las Colinas heilsulind þar sem aðgangur er að líkamsrækt svo og snyrti- og nuddstofu þar sem boðið er upp á ýmsar líkamsmeðferðir.


Spánarheimili býður áhugasömum kaupendum upp á sérsniðnar skoðunarferðir á Las Colinas og er 
aldrei um hópa að ræða hverju sinni heldur er horft til þess að hver skoðunarferð sé sniðin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar þar sem viðskiptavinurinn fær alla okkar athygli.

Við bjóðum 
viðskiptvininum að gista á Las Colinas á meðan á skoðunarferðinni stendur og fá þannig einstakt tækifæri til að upplifa spánardrauminn og drekka í sig allt það sem Las Colinas hefur upp á að bjóða. Um leið fær viðskiptavinurinn góða innsýn á hið nánasta umhverfi samhliða því að skoða allar þær íbúða- og fasteignategundir sem eru í boði á Las Colinas.

Vert er taka það fram að ekki er leyfilegt að 
mæta án fasteignasala á svæðið og því er viðskiptavininum nauðsynlegt að velja fasteignasala sér við hlið.

Fyrir golfarann


Las Colinas golfvöllurinn er margverðlaunaður og í hávegum hafður meðal allra þeirra sem hann hafa spilað. Þá má nefna að völlurinn hefur verið notaður í evrópsku mótaröðinni, ekki að ófyrirsynju. Um er að ræða golfvöll sem er par 71 og hannaður af Cabell B. Robinson, sem á heiðurinn af þekktum golfvöllum á borð við La Reserva í Sotogrande og Finca Cortesin á Costa del Sol á Spáni, svo einhverjir séu nefndir.

Völlurinn er til þess að gera nýr – hann var tekinn í notkun 2011 –liggur í hring í dalverpi og er umlukinn hæðum. Er sérstaklega lagt uppúr því af Robinson að völlurinn falli inn í landslagið. Hver hola sérstök. Þeir sem kunna spænsku vita að colinas þýðir hólar; völlurinn er langt í frá flatneskjulegur.


Þeir sem spila Las Colinas taka eftir því að öll umhirða er til fyrirmyndar, niður í smæstu atriði þannig að unun er að fara þar um og þetta nálgast að mega heita paradís golfarans og er erfitt er að stilla sig um að nota efsta stig lýsingarorða þegar reynt er að lýsa Las Colinas. Fjölbreyttur gróður og landslag umlykja völlinn en einkennandi eru hólar, drifahvítar sandglompur og svo tjarnir og aðrar vatnshindranir.

Æfingaaðstaðan á Las Colinas er einstök í alla staði og finnst ekki sambærileg aðstaða fyrir golfarann á svæði og þó víða væri leitað. Stendur þar helst upp út æfingaaðstaðan fyrir stutta spilið sem er hönnuð af einum eina sanna PGA golfara Miguel Angel Joménéz.

Allir fasteignaeigendur á Las Colinas og aðeins þeir einu geta keypt ársmeðlimakort á völlinn fyrir 3000 evrur og geta þá spilað ótamarkað á vellinum árið um kring. Þar sem völlurinn er mjög eftirsóttur og þéttsettinn árið um kring hafa hafa meðlimir forgang í rástíma á degi hverjum. Allir fasteignaeigendur fá úthlutaðan sérstakan QR kóða sem gefur þeim afslátt af öllum veitingastöðum og annarri þjónustu innan svæðisins.

Framtíðarsýnin á Las Colinas

 
Las Colinas Golf & Country Club opnaði árið 2011 og voru fyrstu íbúðaeiningarnar afhentar það árið. Uppbyggingin á svæðinu er mikil en á degi hverjum eru um hátt í 100 íbúðaeiningar í byggingu hjá aðeins þremur sérvöldum byggingaraðilum sem Spánarheimili vinnur með og þeir einir fá leyfi til að byggja á Las Colinas.

Á Las Colinas Golf & Country Club er aðeins gert ráð fyrir um 1.500 íbúðaeiningum á þessu mikla svæði og er búið að reisa og afhenda nýjum eigendum um 700 Inni á Las Colinas Golf & Country Club verður gert ráð fyrir 5 stjörnu hóteli og eru framkvæmdir við það ekki hafnar.

Nánasta umhverfi

 

Helstu Akstursfjalægðir frá Las Colians Golf & Country Club:

  • Um 10 min akstur á Campoamor-Las Ramblas og Villa Martin golfvellina
  • Um 10 min akstur í spænska bæinn San Miguel
  • Um 20 min akstur í Zenia Boulveard verslunarmiðstöðina
  • Um 15 min akstur á stendur Miðjarhafsins

Sýnishorn fasteigna til sölu á Las Colinas;

Hér má sjá sýnishorn þeirra eigna sem eru á söluskrá Spánarheimila og ekki er um tæmandi talningu að ræða.


Skoða eignir með því að smella hér