Golfmótið „Spánarheimili Open“ verður í tvennu lagi. Eins dags liðakeppni
og svo fjögurra daga einstaklingsmót.
5.okt. Las Colinas.
Tveggja manna lið leika Texas scramble (fyrri 9) og Greensome (seinni 9).
Þetta er höggleikur með forgjöf, athugið að í Greensome slá báðir kylfingar
af teig og svo annað hvert högg eftir það. Þetta verður stórskemmtilegt og
gleðin í fyrirrúmi.
6.okt FRÍ
7.okt. Las Ramblas.
Hér hefst 4ra daga einstaklingsmót. Punktakeppni, hæsta vallarforgjöf í
mótinu er 36. Las Ramblas er ævintýralegur völlur sem allir golfarar verða að reyna sig á í
það minnsta einu sinni. Völlur sem annað hvort golfarar elska eða hata.
https://lafincaresort.com/golf/las-ramblas-golf
8.okt Vistabella.
Annar dagurinn í einstaklingsmóti Spánarheimilia Open. Punktakeppni, hæsta vallarforgjöf
í mótinu er 36. Vistabella er einn af yngstu völlum svæðisins, í hæðunum
fyrir ofan Torrevieja. Svæðið er ekki mjög gróið svo völlurinn er opinn og
oft lítið mál að finna bolta sem eiga það til að villast út fyru braut.
Frábær völlur sem nýtur vaxandi vinsælda.
9.okt FRÍ
10.okt. Lo Romero
Mjög skemmtilegur völlur rétt hjá Roda en þó ekki jafn flatur og hann.
18.holan er fræg fyrir ýmsar sakir og ekki laust við að margur kylfingurinn
hafi skolfið á beinunum í innáhögginu þar. Enn einn dásemdarvöllurinn á
þessu mikla golfsvæði á Costa Blanca.
11.okt FRÍ
12.okt. Las Colinas
Fjórði og síðasti keppnishringurinn í punktakeppninni. Það er við hæfi að
enda mótið á Las Colinas, ætlunin er að ræsa út á 1. og 10. teig svo
keppendur komi allir inn á sama klukkutímanum og geti glaðst saman og lyft
glösum að loknu góðu golfi.
Alla ofangreinda golfvelli má sjá betur inn á www.spanarheimili.is/golf
7. október munum við öll hittast og eiga góða kvöldstund á Smiðjunni,
glænýjum stað í eigu Íslendinga. Við höfum staðinn fyrir okkur, útisvæðið er
stórt og rúmgott og auðvelt er að halda 1-2 metra fjarlægð frá öðrum.
https://www.facebook.com/smidj
12. október verður lokahóf „Spánarheimili Open“ ásamt verðalaunaafhendingu haldið á Maria Limon
veitingastaðnum. Hann, rétt eins og Smiðjan, verður eingöngu fyrir hópinn
okkar þetta kvöld. ABBA Tribute show fyrir hópinn
https://www.facebook.com/maria
Þátttökugjald pr mann með öllu golfi og golfbíl
ásamt mat/léttvíni og skemmtidagskrá 2 kvöld er 545 evrur
Bókun í gegnum [email protected]
þurfum fullt nafn og forgjöf
Þetta verður eintóm gleði, golf og gaman. Við hlökkum til að sjá ykkur.