Golf á Costa Blanca & Costa Calida. Alltaf sól og sumar
Costa Blanca og Costa Calida svæðið er paradís fyrir golfara en með sitt hlýja og sólríka loftslag er mögulegt að spila golf allt árið um kring við topp aðstæður. Eitt af því sem gerir golf upplifunina á svæðinu svo sérstaka er hið einstaka veðurfar en svæðið nýtur yfir 300 sólardaga á ári og hitastigið helst þægilegt allan ársins hring. Þetta þýðir að hægt er að spila golf yfir háveturinn sem er sjaldgæft í Evrópu enda nýta kylfingar frá norðurhluta álfunnar þessa veðurfarslegu yfirburði koma mikið á svæðið yfir vetrarmánuðina.
Costa Blanca býður upp á ótrúlega fjölbreytni í landslagi og hönnun valla en á svæðinu eru rúmlega tuttugu golfvellir sem allir eru innan við 15 til 30 min akstursfjarlægðar frá helstu svæðum þar sem íbúðarbyggð er. Á svæðinu má finna mjö rótgróna og þekkta velli eins og Villamartin Golf Club, sem opnaði árið 1972, er einn af elstu og virtustu völlunum á svæðinu sem hefur hýst alþjóðleg mót Einnig má nefna Las Colinas Golf & Country Club, sem hefur ítrekað verið valinn besti golfvöllur Spánar en hann dregur að sér kylfinga alls staðar að úr heiminum.
Costa Calida eða „hlýja ströndin“, teygir sig eftir ströndum Murcia-héraðsins á suðausturströnd Spánar. Þetta svæði hefur um langt skeið verið minna þekkt en nágrannasvæðinu Costa Blanca á síðustu árum hefur það vakið athygli sífellt fleiri kylfinga þar sem á svæðinu er er fjölbreytileiki og gæði golfvalla mikið. Þeir eru margir hannaðir af virtum golfarkitektum, og þar má nefna sérstaklega Jack Nicklaus, sem hannaði nokkra velli í svokölluðu „Nicklaus Golf Trail“. Meðal þeirra má nefna El Valle sem hefur hýst undankeppni PGA mótararðarinnar
Kosturinn við Costa Cálida er líka sá að hér eru enn tiltölulega fáir ferðamenn, sem þýðir styttri biðlistar og auðveldara að komast að samfara því að verðlagið er yfirleitt lægra en á þekktari golfsvæðum Spánar, en án þess að fórna gæðum.