Að fara á ströndina er frábær skemmtun og upplifun fyrir alla fjölskylduna. En það ber að benda á mögulega hættu þegar það kemur að undiröldum sem eru þó nokkrar á hinum fallegu ströndum Costa Blanca og Costa Calída. Þessar undiröldur eru vel þekktar og yfirleitt vel merktar á ströndunum þar sem þær eru. Því miður hafa þessar öldur átt þátt í nokkrum drukknunum undanfarin ár og því viljum við benda öllum að vera vakandi þegar njóta á strandardaga.