Blogg

Við mælum með bænum

Við mælum með bænum "Gran Alacant"

Upplýsingar

Gran Alacant er bær sem hefur byggst upp hratt undanfarin ár og er að mörgum talinn sameina það besta á Costa Blanca í dag sbr. mjög stutt til Alicante og flugvallar ásamt því að vera stutt frá mörgum fallegustu ströndum Costa Blanca, Carabassi og Playa de Elche. 

Bærinn er byggður upp á um 24 hverfum en hann er staðsettur mitt á milli Alicante borgar og Santa Pola.


Í næsta nágrenni Gran Alacant finnur þú frábær útivistarsvæði, furuskóga og hjólaleiðir. Bærinn hefur rólegt yfirbragð yfir sér en staðurinn er mjög öruggur og barnvænn. Strendurnar eru að sama skapi fjölbreyttar og stutt er að keyra að vitanum, Faro de Santa Pola sem skagar yfir ströndina með ógleymanlegu útsýni yfir miðjarahafið og út í eyjuna Tabarca. 

Örstutt er líka í skemmtigarðinn, Pola Park.


Um 14.000 manns hafa fasta búsetu í Gran Alacant en þessi tala getur tvö og jafnvel þrefaldast yfir sumarmánuðina. 

Alla fimmtudaga er götumarkaður þar sem hægt er að kaupa allt frá ávöxtum upp í raftæki. 

Í miðjum bænum er meðal annars fjölbreyttur verslunarkjarni þar sem þú finnur úrval verslana, veitingastaða, þjónustufyrirtækja og hótel. 


Og að lokum má nefna að staðsetning Gran Alacant hefur slegið í gegn. Það tekur innan við 10 mínutur að fara frá alþjóðaflugvellinum í Alicante til Gran Alacant og innan við 20 mínutur að keyra í miðbæ Alicante borgar.


Gran Alacant - rólegt og öruggt en stutt í allt.



Fleiri myndir


Fasteignir á svæðinu

Hafa samband

Data Controller: Spanarheimili SL, Purpose of Processing: Management and control of the services offered through the Real Estate Services website, Sending information through newsletters, and others, Legitimacy: By consent, Recipients: The data will not be transferred, except for accounting purposes, Rights of Interested Parties: Access, rectify, and delete data, request data portability, object to processing, and request limitation of it, Source of Data: The Data Subject, Additional Information: Additional and detailed information on data protection can be found Here.
Phone Mail