Blogg

Spænskir fasteignadagar í Smárabíó - Smáralind 24. og 25. janúar á milli 12-16

Spænskir fasteignadagar í Smárabíó - Smáralind 24. og 25. janúar á milli 12-16

Upplýsingar

Enn og aftur stöndum við fyrir glæsilegri fasteignakynningu á eignum á Spáni en að auki verður nýjung hjá okkur þar sem fulltrúi MedSea sem er söluaðili fasteigna í Dubai verður líka á svæðinu. 

Kynningin verður á glæsilegu og endurnýjuðu svæði Smárabíó í Smáralind á milli kl. 12.00 og 16.00 laugar og sunnudag 24. og 25. Janúar. 

Við munum sýna kvikmynd um eignir, lífið á Spáni og viðtöl við fólk á svæðinu sem tekur um 40 mínutur í bíósal 5 og á heila tímanum verðum við með spurt & svarað þar sem áhugasömum gefst kostur á að spyrja um efni myndarinnar ásamt öðru.

Fulltrúar byggingaraðila sem eru sérfræðingar koma frá Spáni og kynna nýjungar í byggingum, ný svæði og áherslur. 

Sölufulltrúar okkar á Spáni verða á svæðinu ásamt okkar fólki frá skrifstofunni okkar í Hlíðarsmára. 

Fulltrúar frá Sumarhús á Spáni kynna leigueignir og aðra möguleika tengda eignaleigu og kynna "leigutryggingu" sem hefur slegið í gegn hjá kaupendum. 

Að auki verður vínkynning ásamt öðrum léttum veitingum í boði. 

Við verðum með skemmtilegan gjafa golfleik þar sem hægt verður að vinna glæsilega vinninga. 

Þetta verður sannkölluð draumakynning fyrir þá sem langar til þess að vita allt um fasteignakaup á Spáni, leigumöguleika, upplýsingar um skóla, upplýsingar um svæðin og já, upplýsingar um allt er viðkemur lífinu á Spáni . . .
Hlökkum til að sjá ykkur !


Hafa samband

Data Controller: Spanarheimili SL, Purpose of Processing: Management and control of the services offered through the Real Estate Services website, Sending information through newsletters, and others, Legitimacy: By consent, Recipients: The data will not be transferred, except for accounting purposes, Rights of Interested Parties: Access, rectify, and delete data, request data portability, object to processing, and request limitation of it, Source of Data: The Data Subject, Additional Information: Additional and detailed information on data protection can be found Here.
Phone Mail