Blogg

Ný umferðarlög á Spáni vegna neyðarljósa í ökutæki frá og með 1. Janúar 2026

Ný umferðarlög á Spáni vegna neyðarljósa í ökutæki frá og með 1. Janúar 2026

Upplýsingar

Frá og með 1. janúar 2026 eru öll ökutæki sem eru skráð á Spáni skyldug til að hafa V16 neyðarljós í ökutækinu í stað hefðbundinna viðvörunarþríhyrninga vegna ökutækja sem stöðvast vegna bilunar eða slyss.

V16 neyðarljósið gefur frá sér 360 gráðu blikkandi gult ljós og er hannað þannig að hægt sé að setja það á ökutækið, yfirleitt á þakið (segull), án þess að ökumaður þurfi að yfirgefa bílinn. Með þessu vilja spænsk umferðaryfirvöld auka öryggi vegfarenda og draga úr hættu á slysum við vegkantinn.

Að sögn DGT (spænska umferðarstofa) er markmið reglunnar að fækka alvarlegum slysum og dauðsföllum en á hverju ári látast um 25 manns á Spáni eftir að hafa stigið út úr ökutæki sínu til að setja upp viðvörunarþríhyrninga. Með V16 neyðarljósinu er hægt að setja það td. á þak ökutækisins, innan úr bílnum sem dregur verulega úr þeirri áhættu.

Reglan gildir um fólksbíla, sendibíla, vörubíla og rútur sem eru skráðar á Spáni. Mótorhjól og létt bifhjól eru almennt undanþegin.
Erlend skráð ökutæki sem eru í tímabundinni heimsókn á Spáni þurfa ekki að fylgja reglunni og mega áfram nota öryggisbúnað samkvæmt reglum heimalands síns, sbr. viðvörunar þríhyrnings.

V16 neyðarljósið verður að vera samþykkt af DGT og tengt við umferðarkerfi landsins. Það er því mikilvægt að kaupa rétt ljós sem eru viðurkennd en mikið er um "ólögleg" ljós til sölu. Þetta má staðfesta td. á heimasíðu DGT (spænska umferðarstofan)

Ökumenn sem ekki hafa samþykkt V16 vöruljós í ökutæki sínu frá 1. janúar 2026 geta átt yfir höfði sér sektir sem eru almennt um 80 evrur þó hærri sektir geti átt við ef merking er röng eða ófullnægjandi.

Semsagt - hefðbundnir viðvörunarþríhyrningar eru því ekki lengur löglega viðurkenndir fyrir ökutæki sem eru skráð á Spáni.

Heimasíða DGT - upplýsingar um viðurkennd neyðarljós


Hafa samband

Data Controller: Spanarheimili SL, Purpose of Processing: Management and control of the services offered through the Real Estate Services website, Sending information through newsletters, and others, Legitimacy: By consent, Recipients: The data will not be transferred, except for accounting purposes, Rights of Interested Parties: Access, rectify, and delete data, request data portability, object to processing, and request limitation of it, Source of Data: The Data Subject, Additional Information: Additional and detailed information on data protection can be found Here.
Phone Mail